Óli Kristjáns: Annað hvort hefurðu 100 prósent traust eða ekkert Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2017 14:00 Ólafur er hann stýrði liði Blika. vísir/daníel Það hefur gefið á bátinn hjá danska liðinu Randers þar sem Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari. Hannes Þór Halldórsson stendur svo á milli stanganna hjá félaginu. Eftir gott gengi framan af tímabili hefur Randers tapað sjö leikjum í röð í deildinni og ekki skorað í síðustu sex leikjum. Randers segist þó standa þétt við bakið á Ólafi í þessum ólgusjó. „Þetta er eins og hjá öllum fótboltafélögum. Það eru góðir tímar og slæmir tímar. Við erum í smá öldudal núna,“ sagði Ólafur við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X977. „Ég átta mig á einhverju leyti að því hvað sé að. Krísur liða eru mismunandi. Okkar banabiti er að við eigum erfitt með að skora og það hefur gripið um sig smá hjálparleysi. Við erum að fá færi og ættum að skora meira. Trúin og sjálfstraustið er aðeins farið að þverra.“ Ólafur segist ekki hafa tapað klefanum hjá félaginu og óttast ekki að leikmenn standi ekki með sér sem og stjórn félagsins. „Meðan þú ert í starfi þá hefurðu traust og þú hefur það þangað til þú hefur það ekki lengur. Það er ekki til neitt sem heitir 5 eða 90 prósent traust. Annað hvort hefurðu 100 prósent traust eða ekkert. Það er ekki óeðlilegt að það sé verið að velta fyrir sér minni framtíð. Ef vinnan sem maður vinnur er góð og samstarf þjálfara við leikmenn er gott og það sést út á vellinum þá er þetta oft spurning um að halda áfram á þeirri braut. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Það hefur gefið á bátinn hjá danska liðinu Randers þar sem Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari. Hannes Þór Halldórsson stendur svo á milli stanganna hjá félaginu. Eftir gott gengi framan af tímabili hefur Randers tapað sjö leikjum í röð í deildinni og ekki skorað í síðustu sex leikjum. Randers segist þó standa þétt við bakið á Ólafi í þessum ólgusjó. „Þetta er eins og hjá öllum fótboltafélögum. Það eru góðir tímar og slæmir tímar. Við erum í smá öldudal núna,“ sagði Ólafur við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X977. „Ég átta mig á einhverju leyti að því hvað sé að. Krísur liða eru mismunandi. Okkar banabiti er að við eigum erfitt með að skora og það hefur gripið um sig smá hjálparleysi. Við erum að fá færi og ættum að skora meira. Trúin og sjálfstraustið er aðeins farið að þverra.“ Ólafur segist ekki hafa tapað klefanum hjá félaginu og óttast ekki að leikmenn standi ekki með sér sem og stjórn félagsins. „Meðan þú ert í starfi þá hefurðu traust og þú hefur það þangað til þú hefur það ekki lengur. Það er ekki til neitt sem heitir 5 eða 90 prósent traust. Annað hvort hefurðu 100 prósent traust eða ekkert. Það er ekki óeðlilegt að það sé verið að velta fyrir sér minni framtíð. Ef vinnan sem maður vinnur er góð og samstarf þjálfara við leikmenn er gott og það sést út á vellinum þá er þetta oft spurning um að halda áfram á þeirri braut. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira