FBI býr sig undir að finna uppljóstrara Wikileaks Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 11:30 Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa. WikiLeaks Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa.
WikiLeaks Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira