Tekst Barcelona hið ómögulega? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Lionel Messi komst lítt áleiðis í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/getty Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira