Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2017 19:30 Ég sparka ekki bara til að sparka heldur til að brjóta bein segir mótherji Gunnars Nelson, Bandaríkjamaðurinn Alan Jouban. Hinn 35 ára gamli Alan Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð í UFC og finnst hann hafa unnið sér það inn að mæta manni eins og Gunnari Nelson. Þetta er maður á uppleið en hann getur skotist upp á stjörnuhimininn með sigri á Gunnari á laugardaginn. Hann er ekki bara sætt andlit eins og sumir halda. „Ég sá fréttir frá fólki sem veit ekki mikið þar sem var skrifað ég væri módel samhliða því að berjast og þannig hefði ég fengið þennan bardaga. Það er ekki þannig. Ég er búinn að vera í UFC í þrjú ár að ganga frá mönnum og eiga bestu bardaga kvöldsins. Ég var líka ósigraður á síðasta ári. Það veitti mér þennan bardaga,“ segir Alan Jouban við íþróttadeild. Hættulegasta vopn Joubans eru spörkin hans. Þau eru ekkert grín. Hann segist ekki geta farið í skóna í heila viku eftir hvern bardaga því fæturnir eru svo bólgnir. „Ég hef brotið ökklann, sköflunginn og báða fætur. Ég braut hendurnar fyrir tveimur bardögum síðan. Ég vil ekki að þetta gerist en það er ástæða fyrir því þegar ég slæ fólk. Ég vil fá opnanir og brjóta bein með höggunum og svæfa menn. Ég er ekki að sparka til að vera í einhverju karatedæmi. Ég er að reyna að brjóta bein,“ segir Jouban. Jouban er heldur enginn aukvisi í gólfinu en hann ætlar ekki í glímu við Gunnar ef hann kemst hjá því. Hann kveðst samt ekki hræddur við að fara í gólfið með Gunnari. „Er ég hræddur? Nei, alls ekki. Væri það skynsamlegt hjá mér? Nei. Það er ekki sniðugt fyrir nokkurn mann. Gunnar reyndi að taka Demian Maia niður sem sýnir að honum líður vel í gólfinu. Af hverju ferðu í gólfið með Maia? Hann sýndi samt að hann er fullur sjálfstrausts. Þetta var bara ekki góð ákvörðun. Lærði hann af þessu og tekur skynsama ákvörðun á móti mér? Ætlar hann að reyna að standa með mér í fimm mínútur? Það efa ég. Hann reynir að taka mig niður,“ segir Alan Jouban. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Ég sparka ekki bara til að sparka heldur til að brjóta bein segir mótherji Gunnars Nelson, Bandaríkjamaðurinn Alan Jouban. Hinn 35 ára gamli Alan Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð í UFC og finnst hann hafa unnið sér það inn að mæta manni eins og Gunnari Nelson. Þetta er maður á uppleið en hann getur skotist upp á stjörnuhimininn með sigri á Gunnari á laugardaginn. Hann er ekki bara sætt andlit eins og sumir halda. „Ég sá fréttir frá fólki sem veit ekki mikið þar sem var skrifað ég væri módel samhliða því að berjast og þannig hefði ég fengið þennan bardaga. Það er ekki þannig. Ég er búinn að vera í UFC í þrjú ár að ganga frá mönnum og eiga bestu bardaga kvöldsins. Ég var líka ósigraður á síðasta ári. Það veitti mér þennan bardaga,“ segir Alan Jouban við íþróttadeild. Hættulegasta vopn Joubans eru spörkin hans. Þau eru ekkert grín. Hann segist ekki geta farið í skóna í heila viku eftir hvern bardaga því fæturnir eru svo bólgnir. „Ég hef brotið ökklann, sköflunginn og báða fætur. Ég braut hendurnar fyrir tveimur bardögum síðan. Ég vil ekki að þetta gerist en það er ástæða fyrir því þegar ég slæ fólk. Ég vil fá opnanir og brjóta bein með höggunum og svæfa menn. Ég er ekki að sparka til að vera í einhverju karatedæmi. Ég er að reyna að brjóta bein,“ segir Jouban. Jouban er heldur enginn aukvisi í gólfinu en hann ætlar ekki í glímu við Gunnar ef hann kemst hjá því. Hann kveðst samt ekki hræddur við að fara í gólfið með Gunnari. „Er ég hræddur? Nei, alls ekki. Væri það skynsamlegt hjá mér? Nei. Það er ekki sniðugt fyrir nokkurn mann. Gunnar reyndi að taka Demian Maia niður sem sýnir að honum líður vel í gólfinu. Af hverju ferðu í gólfið með Maia? Hann sýndi samt að hann er fullur sjálfstrausts. Þetta var bara ekki góð ákvörðun. Lærði hann af þessu og tekur skynsama ákvörðun á móti mér? Ætlar hann að reyna að standa með mér í fimm mínútur? Það efa ég. Hann reynir að taka mig niður,“ segir Alan Jouban. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30
Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30
Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30
Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00
Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00
Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30