Framlegðin í sjávarútvegi: 600 milljarðar króna á 8 árum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. mars 2017 00:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar