Khalid Masood: Hvað er vitað um árásarmanninn í London? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 09:06 Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús á miðvikudag. vísir/getty Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00
Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56
Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“