Við öllu búnir gegn Kósóvó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 06:30 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson teygir á landsliðsæfingu strákanan okkar í Shkoder í gær. Fréttablaðið/EPA Ísland er í viðkvæmri stöðu í sínum riðli í undankeppni HM 2018. Okkar menn sitja í þriðja sæti með sjö stig, einu á eftir Úkraínu og tveimur á eftir Króatíu en bæði lið eiga góðan möguleika á að vinna sína leiki í kvöld. Íslendingar mega ekki við því að dragast aftur úr í toppbaráttu riðilsins, sérstaklega fyrir leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Vilji íslenska liðið fá slag þar um toppsætið verður þessi leikur í kvöld að vinnast. Þar til að knattspyrnuleikvangur sem stenst alþjóðlegar kröfur verður byggður í Pristina, höfuðborg Kósóvó, spilar liðið heimaleiki sína í Shkoder en um fjórar klukkustundir tekur að keyra þangað frá Pristina. Þetta verður annar heimaleikur Kósóvó í Shkoder í riðlinum – í fyrsta leiknum steinlá liðið fyrir Króatíu, 6-0. En það er engu að síður lítið að marka enda lið Kósóvó í stöðugri þróun og enn eru nýir leikmenn að bætast í hópinn – leikmenn sem hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að spila með hinu glænýja landsliði. Meðal þeirra er Besart Berisha, 31 árs þaulreyndur sóknarmaður sem leikur með Melbourne Victory, og Donis Avdijaj, tvítugur stórefnilegur framherji sem er á mála hjá stórliði Schalke í Þýskalandi. Raunar er það svo að í leikmannahópi Kósóvó spilar aðeins einn í heimalandinu og enginn í Albaníu. Leikmenn koma víða að og eru jafnvel fæddir í öðrum löndum. En alla dreymir þá um að spila fyrir föðurlandið og klæðast þeir treyjunni með miklu stolti.Óskrifað blað „Það er erfitt að meta lið Kósóvó. Við vitum að það búa gæði í einstaklingunum og við þekkjum þá vel. En þetta er nýtt lið og við vitum í raun ekki upp á hverju þeir gætu tekið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og bendir á að innkoma nýju mannanna gæti haft mikil áhrif á liðið. „Það getur vel verið að liðið taki upp nýja leikaðferð, pressi jafnvel á okkur sem þeir hafa ekki gert við andstæðinga sína hingað til. Það eru allir möguleikar í boði og við verðum að vera við öllu búnir,“ segir þjálfarinn enn fremur. „Við erum með plan A og plan B. Við munum bregðast við eftir því sem leikurinn þróast, þó svo að við förum inn í leikinn með ákveðna áætlun.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að bæði Heimir og Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari hans, hafi undirbúið leikmenn eins vel og kostur er. Einnig hafa þeir komið með þau skilaboð að leikmenn megi ekki fara fram úr sér heldur einblína á eitt verkefni í einu.Ekkert vanmat „Við erum ekki orðnir það góðir að við þurfum ekki að leggja okkur fram. Ef við ætlum okkur þrjú stig þurfum við að spila vel. Þeir ætla sér stigin líka,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn en hann reiknar með áköfu liði Kósóvó í upphafi leiks. Liði sem ætlar að láta finna fyrir sér. „Það skiptir máli að við verðum á tánum og tilbúnir fyrir þá. Við viljum líka byrja vel og þagga niður í þeim. Við viljum nýta okkur þá reynslu sem við höfum sem lið enda að spila gegn leikmönnum sem eiga ekki marga leiki saman.“Reynslumikið lið Þó nokkrir lykilmenn íslenska liðsins undanfarin ár eru fjarverandi vegna meiðsla. Meðal þeirra má nefna Kolbein Sigþórsson, Birki Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Theódór Elmar Bjarnason. Allt eru þetta leikmenn sem verður saknað í dag. „Sem betur fer erum við með kjarna í landsliðinu sem hefur verið sá sami í nokkuð langan tíma,“ sagði Heimir. „Og þó svo að leikmenn séu ekki gamlir búa þeir yfir mikilli reynslu, sérstaklega eftir Evrópukeppnina í Frakklandi í sumar. Þó að nýir og óreyndari leikmenn fái stærra hlutverk núna tel ég að við séum með ansi reynslumikið lið.“ Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er ekki von á öðru en að veður verði milt, líkt og verið hefur í Albaníu síðustu daga. Bæði Heimir og Aron Einar hrósuðu vellinum á Loro Borici-leikvanginum og sögðu aðstæður afar ákjósanlegar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson hafa ekki áhyggjur af fjarveru nokkurra lykilmanna fyrir landsleikinn gegn Kósóvó á morgun. 23. mars 2017 19:00 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Tíu ára albönsk stúlka elskar Ísland og íslenska landsliðið eftir að hafa kynnst Latabæ í sjónvarpinu. 23. mars 2017 13:57 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Heimir: Gaman að sjá samstöðuna í hópnum Heimir Hallgrímsson segir að nú, eins og ávallt, ríki góð stemning í íslenska landsliðshópnum. 23. mars 2017 13:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Aron Einar: Við verðum að axla ábyrgð inni á vellinum Aron Einar Gunnarsson segir að það hafi verið öðruvísi að undirbúa sig fyrir leik gegn Kósóvó en mörgum öðrum liðum. 23. mars 2017 13:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Ísland er í viðkvæmri stöðu í sínum riðli í undankeppni HM 2018. Okkar menn sitja í þriðja sæti með sjö stig, einu á eftir Úkraínu og tveimur á eftir Króatíu en bæði lið eiga góðan möguleika á að vinna sína leiki í kvöld. Íslendingar mega ekki við því að dragast aftur úr í toppbaráttu riðilsins, sérstaklega fyrir leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Vilji íslenska liðið fá slag þar um toppsætið verður þessi leikur í kvöld að vinnast. Þar til að knattspyrnuleikvangur sem stenst alþjóðlegar kröfur verður byggður í Pristina, höfuðborg Kósóvó, spilar liðið heimaleiki sína í Shkoder en um fjórar klukkustundir tekur að keyra þangað frá Pristina. Þetta verður annar heimaleikur Kósóvó í Shkoder í riðlinum – í fyrsta leiknum steinlá liðið fyrir Króatíu, 6-0. En það er engu að síður lítið að marka enda lið Kósóvó í stöðugri þróun og enn eru nýir leikmenn að bætast í hópinn – leikmenn sem hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að spila með hinu glænýja landsliði. Meðal þeirra er Besart Berisha, 31 árs þaulreyndur sóknarmaður sem leikur með Melbourne Victory, og Donis Avdijaj, tvítugur stórefnilegur framherji sem er á mála hjá stórliði Schalke í Þýskalandi. Raunar er það svo að í leikmannahópi Kósóvó spilar aðeins einn í heimalandinu og enginn í Albaníu. Leikmenn koma víða að og eru jafnvel fæddir í öðrum löndum. En alla dreymir þá um að spila fyrir föðurlandið og klæðast þeir treyjunni með miklu stolti.Óskrifað blað „Það er erfitt að meta lið Kósóvó. Við vitum að það búa gæði í einstaklingunum og við þekkjum þá vel. En þetta er nýtt lið og við vitum í raun ekki upp á hverju þeir gætu tekið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og bendir á að innkoma nýju mannanna gæti haft mikil áhrif á liðið. „Það getur vel verið að liðið taki upp nýja leikaðferð, pressi jafnvel á okkur sem þeir hafa ekki gert við andstæðinga sína hingað til. Það eru allir möguleikar í boði og við verðum að vera við öllu búnir,“ segir þjálfarinn enn fremur. „Við erum með plan A og plan B. Við munum bregðast við eftir því sem leikurinn þróast, þó svo að við förum inn í leikinn með ákveðna áætlun.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að bæði Heimir og Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari hans, hafi undirbúið leikmenn eins vel og kostur er. Einnig hafa þeir komið með þau skilaboð að leikmenn megi ekki fara fram úr sér heldur einblína á eitt verkefni í einu.Ekkert vanmat „Við erum ekki orðnir það góðir að við þurfum ekki að leggja okkur fram. Ef við ætlum okkur þrjú stig þurfum við að spila vel. Þeir ætla sér stigin líka,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn en hann reiknar með áköfu liði Kósóvó í upphafi leiks. Liði sem ætlar að láta finna fyrir sér. „Það skiptir máli að við verðum á tánum og tilbúnir fyrir þá. Við viljum líka byrja vel og þagga niður í þeim. Við viljum nýta okkur þá reynslu sem við höfum sem lið enda að spila gegn leikmönnum sem eiga ekki marga leiki saman.“Reynslumikið lið Þó nokkrir lykilmenn íslenska liðsins undanfarin ár eru fjarverandi vegna meiðsla. Meðal þeirra má nefna Kolbein Sigþórsson, Birki Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Theódór Elmar Bjarnason. Allt eru þetta leikmenn sem verður saknað í dag. „Sem betur fer erum við með kjarna í landsliðinu sem hefur verið sá sami í nokkuð langan tíma,“ sagði Heimir. „Og þó svo að leikmenn séu ekki gamlir búa þeir yfir mikilli reynslu, sérstaklega eftir Evrópukeppnina í Frakklandi í sumar. Þó að nýir og óreyndari leikmenn fái stærra hlutverk núna tel ég að við séum með ansi reynslumikið lið.“ Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er ekki von á öðru en að veður verði milt, líkt og verið hefur í Albaníu síðustu daga. Bæði Heimir og Aron Einar hrósuðu vellinum á Loro Borici-leikvanginum og sögðu aðstæður afar ákjósanlegar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson hafa ekki áhyggjur af fjarveru nokkurra lykilmanna fyrir landsleikinn gegn Kósóvó á morgun. 23. mars 2017 19:00 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Tíu ára albönsk stúlka elskar Ísland og íslenska landsliðið eftir að hafa kynnst Latabæ í sjónvarpinu. 23. mars 2017 13:57 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Heimir: Gaman að sjá samstöðuna í hópnum Heimir Hallgrímsson segir að nú, eins og ávallt, ríki góð stemning í íslenska landsliðshópnum. 23. mars 2017 13:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Aron Einar: Við verðum að axla ábyrgð inni á vellinum Aron Einar Gunnarsson segir að það hafi verið öðruvísi að undirbúa sig fyrir leik gegn Kósóvó en mörgum öðrum liðum. 23. mars 2017 13:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson hafa ekki áhyggjur af fjarveru nokkurra lykilmanna fyrir landsleikinn gegn Kósóvó á morgun. 23. mars 2017 19:00
Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15
Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Tíu ára albönsk stúlka elskar Ísland og íslenska landsliðið eftir að hafa kynnst Latabæ í sjónvarpinu. 23. mars 2017 13:57
Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00
Heimir: Gaman að sjá samstöðuna í hópnum Heimir Hallgrímsson segir að nú, eins og ávallt, ríki góð stemning í íslenska landsliðshópnum. 23. mars 2017 13:00
Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48
Aron Einar: Við verðum að axla ábyrgð inni á vellinum Aron Einar Gunnarsson segir að það hafi verið öðruvísi að undirbúa sig fyrir leik gegn Kósóvó en mörgum öðrum liðum. 23. mars 2017 13:45