Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 15:00 Rúrik Gíslason er mættur aftur. vísir/getty Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Rúrik Gíslason viðurkenndi fúslega að hann væri himinlifandi með að vera kominn aftur í íslenska landsliðið, eftir að hafa misst af öllu síðasta ári. Síðast kom hann við sögu í 2-1 sigri á Tékkum árið 2015. „Þetta er bara meiriháttar og gleður mig mikið. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað strákanna enda góðir vinir mínir. En þeir eru samt aðallega búnir að sakna mín,“ sagði hann í léttum dúr við Vísi á æfingu íslenska liðisins í Parma í dag.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Rúrik er búinn að spila nokkuð mikið að undanförnu með Nürnberg í þýsku B-deildinni en þar hefur gengið á ýmsu. Bæði hafa meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur Rúrik á köflum þurft að sætta sig við að vera utan hóps. Hann segir að það hafi aldrei komið í huga hans að fara frá liðinu, þrátt fyrir mótlætið. „En maður hugsaði með sér, þegar maður var ekki að spila, hvort maður hefði tekið rétta ákvörðun með því að fara frá FCK. En ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og það borgaði sig á endanum, loksins.“ Rúrik segir að honum hafi stundum þótt ósanngjarnt þegar hann fékk ekki tækifæri hjá Nürnberg. „Af æfingunum að dæma fannst mér það. Vonandi sýnir staðan mín hjá liðinu að það var rétt hjá mér. Ég er ánægður með að hafa haldið haus og aldrei gefist upp.“ Hann segir að þýska B-deildin sé nokkuð ólík þeirri dönsku og þá sérstaklega leikstíl FCK í Danmörku, þar sem hann var áður. „Þetta er mun meiri kraftabolti og miklu meiri hraði. Ég þurfti tíma til að venjast þessu, enda vanur því að hafa meiri tíma á boltann og vera lengur með hann. Þetta er hörkudeild og sterk.“ Rúrik gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó á föstudag í fjarveru nokkurra lykilmanna með landsliðinu. Hann nálgast leikinn með því hugarfari að hann muni byrja. „Ég fer í alla leiki þannig en þetta er auðvitað undir þjálfaranum komið. En ég er alltaf klár.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30