Kavanagh: Hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 09:00 Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð í UFC. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, er meira en sáttur með frammistöðu Gunnars í búrinu á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban síðastliðið laugardagskvöld. Gunnar pakkaði Jouban saman og kláraði hann með hengingartaki eftir 47 sekúndur í annarri lotu. Hengingunni náði hann eftir að slökkva ljósin hjá Jouban með fallegu höggi og fylgja því eftir með sparki í andlitið. „Gæðin sem ég sá hjá Gunnari á laugardaginn eru þau sömu og ég hef séð frá byrjun,“ segir Kavanagh í viðtali við The Mirror á Írlandi.John Kavanagh fylgist með Gunnari berja á Jouban í London á laugardaginn.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirKavanagh hefur ávallt haft tröllatrú á Gunnari og lýst því yfir nokkrum sinnum að hann verði heimsmeistari í veltivigt UFC. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann búist við því að Gunnar fái titilbardaga í lok þessa árs. „Ég hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar. Við höfum hrasað tvisvar sinnum en lært mikið á leiðinni,“ segir Kavanagh og vísar til tapanna á móti Rick Story og Demian Maia. „Við lærðum mikið af tapinu á móti Story og enn þá meira af tapinu gegn Maia.“ „Í síðustu tveimur bardögum hefur Gunnar sýnt hvert hann getur komist. Hann er búinn að bæta þolið svakalega og að berjast standandi. Hann útboxaði Albert Tumenov sem er boxari og hann var líka betri standandi en Jouban en það er styrkleiki hans. Síðan er Gunnar augljóslega frábær í gólfinu,“ segir John Kavanagh. MMA Tengdar fréttir Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Sjá meira
Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, er meira en sáttur með frammistöðu Gunnars í búrinu á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban síðastliðið laugardagskvöld. Gunnar pakkaði Jouban saman og kláraði hann með hengingartaki eftir 47 sekúndur í annarri lotu. Hengingunni náði hann eftir að slökkva ljósin hjá Jouban með fallegu höggi og fylgja því eftir með sparki í andlitið. „Gæðin sem ég sá hjá Gunnari á laugardaginn eru þau sömu og ég hef séð frá byrjun,“ segir Kavanagh í viðtali við The Mirror á Írlandi.John Kavanagh fylgist með Gunnari berja á Jouban í London á laugardaginn.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirKavanagh hefur ávallt haft tröllatrú á Gunnari og lýst því yfir nokkrum sinnum að hann verði heimsmeistari í veltivigt UFC. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann búist við því að Gunnar fái titilbardaga í lok þessa árs. „Ég hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar. Við höfum hrasað tvisvar sinnum en lært mikið á leiðinni,“ segir Kavanagh og vísar til tapanna á móti Rick Story og Demian Maia. „Við lærðum mikið af tapinu á móti Story og enn þá meira af tapinu gegn Maia.“ „Í síðustu tveimur bardögum hefur Gunnar sýnt hvert hann getur komist. Hann er búinn að bæta þolið svakalega og að berjast standandi. Hann útboxaði Albert Tumenov sem er boxari og hann var líka betri standandi en Jouban en það er styrkleiki hans. Síðan er Gunnar augljóslega frábær í gólfinu,“ segir John Kavanagh.
MMA Tengdar fréttir Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Sjá meira
Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30