Nú vitum við hvað Rooney gerði og sagði í klefanum eftir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 10:45 Wayne Rooney og Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn. Vísir/Getty Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira