Dönsk hagspeki og íslenzkir vextir Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. mars 2017 00:00 Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun