Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 06:00 Freyr Alexendersson og kvennalandsliðið. Vísir/Getty Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira