Sæstrengur! Er það góð hugmynd? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 4. maí 2017 10:00 Þungi umræðu um sæstreng fer vaxandi. Flutningskerfi raforku hafa fengið nokkra umfjöllun en lítil umræða er um orkuverð, sem þó fer hækkandi. Útlit er fyrir frekari hækkanir orkuverðs. Áætlanir orkufyrirtækja benda til að sæstrengur sé í farvatninu. Orkusala um sæstreng krefst hnökralausrar fæðingar orku að streng. Gott og sveigjanlegt raforkuflutningskerfi er forsenda þessa. Landsnet er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar og hefur í mörg ár með miklum tilkostnaði unnið að stórum og stæðilegum áætlunum um framkvæmdir sem eiga að styrkja flutningskerfið; fyrir landsbyggðina, að mér skilst. Hér dugir ekkert minna en 100 milljarða verkefnaveisla, á erlendum lánum. Sala orku um lengsta og dýrasta sæstreng í heimi er tæknilega útfæranlegt verkefni. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér eftirfarandi: Gríðarmiklar fjárfestingar hafa verið gerðar í grænni orkutækni undanfarin ár. Nýsköpun og tækniþróun hafa blómstrað á þessu sviði (erlendis) og einungis tímaspursmál hvenær árangurinn lítur dagsins ljós. Vöxtur frekari fjárfestinga í grænni orkutækni er fyrirsjáanlegur og mun enn auka framboð og valmöguleika, nýr ofur-fjárfestingasjóður ríkasta manns heims, Bill Gates, er vísbending um hvert hugur fjárfesta stefnir. Í hverri viku fellur meiri endurnýjanleg orka á jörðina en mannkynið notar í heild sinni – á ári. Líklegt er að nýting aukist hratt á næstu árum; ný efni, ný framleiðslutækni og breytt hugsun munu sjá til þess. Þýskaland er á undan eigin áætlun um breytingu úr kjarnorku í græna orku (30% orku nú græn), þróun sem gengur þvert á efasemdaraddir. Framboð og nýting eru líklegri til að aukast verulega frekar en hitt. Fjölmargar nýjar og jafnvel betri – staðbundnar – lausnir til vinnslu grænnar orku eru enn fremur líklegar til að líta dagsins ljós á næstu árum. Hverjar eru líkur þess að lengsti og dýrasti sæstrengur heims – og mesta orkutap – verði samkeppnisfær og styrki íslenska velferð? Orkuverð margfaldaðist Noregur hefur nú þegar tengt sig við umheiminn með sæstreng. Það er margt ákaflega gott í Noregi þegar kemur að lífsgæðum og velferð venjulegs fólks. Hins vegar er mér minnisstæður harður vetur þegar orkuverð margfaldaðist. Orsök þessa reyndist orkusala sumarið áður, er tiltekin vatnslón tæmdust við orkusölu úr landi. Í kjölfarið fékk almenningur það hlutskipti að slást um afgangsorku – restar – í vatnslónum Noregs og greiða fyrir það margfalt verð. Þetta kom sér auðvitað ekki illa fyrir orkufyrirtækið (góð sumar- og vetrarsala), öllu verr fyrir almenning. Allt undir merkjum markaðsfræðanna góðu. Þekkt er að orkuverð hækkaði verulega eftir tilkomu sæstrengs. Vatn, sundlaugar og heitir pottar eru ómetanleg lífsgæði á Íslandi og frelsi sem endurspeglast í því að eiga einfaldlega nóg af dásamlega heitu og köldu vatni? Hvernig verður rekstrarumhverfi baðstaða og heimila eftir verðhækkun orkunnar? Er ekki rétt að spyrja hvernig sæstrengur til Evrópu auki hagsæld og lífsgæði íslensks almennings? Ungt fólk, verkafólk, öryrkjar, lífeyrisþegar, einstæðir foreldrar, kennarar og vel menntað fólk sem ekki getur lifað af laununum sínum á Íslandi, þá meðtalið. Skoðum einn þátt enn. 100 milljarða fjárfesting í nýjum raforkuflutningskerfum endurspeglar áætlanir um afar fyrirferðarmikið kerfi. Ásýnd náttúru Íslands er viðfangsefni stærsta iðnaðar á Íslandi í dag. Ferðamannaiðnaðurinn skapar tekjur og tækifæri í annarri stærðargráðu en álfyrirtæki eða sambærilegt mun nokkurn tíma gera. Allar helstu áætlanir Landsnets um raforkuflutningskerfi fela í sér hefðbundnar stálgrindur, táknmynd liðinna tíma iðnvæðingar og stóriðjuhugsunar. Full ástæða er til að efast um að slíkt hafi góð áhrif á ferðamannagreinina sem nær nú yfir allt landið. Hin neikvæða ímynd orkunnar sem Landsnet kappkostar að viðhalda með úr sér gengnum lausnum og yfirgangi – þá einna helst í dómssölum – er ekki bara skaðleg íslenskum orkuiðnaði, hún er líklega enn skaðlegri stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnaði. Hversu skynsamleg er slík áhætta? Hver er þörfin, í tölum, á mannamáli? Vissulega erfitt að átta sig á því hvernig sæstrengur styrkir íslenska velferð. Þvert á móti, þá virðist fátt í kortunum styðja slíka ofurframkvæmd. Hins vegar er fjölmargt sem bendir skýrt til að afleiðingin verði skerðing á almennum lífsgæðum, skerðing á íslenskri velferð, eina ferðina enn. Kæru lesendur, þetta ætti að vera í okkur höndum, en er ekki. Gerum eitthvað í málinu. Verjum íslenska velferð, íslenska náttúru og íslenskar auðlindir gagnvart fámennum sérhagsmunaöflum sem þurfa sífellt meira. Sé landsbyggðin raunverulega að verða rafmagnslaus, er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að nota staðbundnar lausnir. 100 milljarða flutningskerfi – fyrir sæstreng – er ekki góð hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Þungi umræðu um sæstreng fer vaxandi. Flutningskerfi raforku hafa fengið nokkra umfjöllun en lítil umræða er um orkuverð, sem þó fer hækkandi. Útlit er fyrir frekari hækkanir orkuverðs. Áætlanir orkufyrirtækja benda til að sæstrengur sé í farvatninu. Orkusala um sæstreng krefst hnökralausrar fæðingar orku að streng. Gott og sveigjanlegt raforkuflutningskerfi er forsenda þessa. Landsnet er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar og hefur í mörg ár með miklum tilkostnaði unnið að stórum og stæðilegum áætlunum um framkvæmdir sem eiga að styrkja flutningskerfið; fyrir landsbyggðina, að mér skilst. Hér dugir ekkert minna en 100 milljarða verkefnaveisla, á erlendum lánum. Sala orku um lengsta og dýrasta sæstreng í heimi er tæknilega útfæranlegt verkefni. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér eftirfarandi: Gríðarmiklar fjárfestingar hafa verið gerðar í grænni orkutækni undanfarin ár. Nýsköpun og tækniþróun hafa blómstrað á þessu sviði (erlendis) og einungis tímaspursmál hvenær árangurinn lítur dagsins ljós. Vöxtur frekari fjárfestinga í grænni orkutækni er fyrirsjáanlegur og mun enn auka framboð og valmöguleika, nýr ofur-fjárfestingasjóður ríkasta manns heims, Bill Gates, er vísbending um hvert hugur fjárfesta stefnir. Í hverri viku fellur meiri endurnýjanleg orka á jörðina en mannkynið notar í heild sinni – á ári. Líklegt er að nýting aukist hratt á næstu árum; ný efni, ný framleiðslutækni og breytt hugsun munu sjá til þess. Þýskaland er á undan eigin áætlun um breytingu úr kjarnorku í græna orku (30% orku nú græn), þróun sem gengur þvert á efasemdaraddir. Framboð og nýting eru líklegri til að aukast verulega frekar en hitt. Fjölmargar nýjar og jafnvel betri – staðbundnar – lausnir til vinnslu grænnar orku eru enn fremur líklegar til að líta dagsins ljós á næstu árum. Hverjar eru líkur þess að lengsti og dýrasti sæstrengur heims – og mesta orkutap – verði samkeppnisfær og styrki íslenska velferð? Orkuverð margfaldaðist Noregur hefur nú þegar tengt sig við umheiminn með sæstreng. Það er margt ákaflega gott í Noregi þegar kemur að lífsgæðum og velferð venjulegs fólks. Hins vegar er mér minnisstæður harður vetur þegar orkuverð margfaldaðist. Orsök þessa reyndist orkusala sumarið áður, er tiltekin vatnslón tæmdust við orkusölu úr landi. Í kjölfarið fékk almenningur það hlutskipti að slást um afgangsorku – restar – í vatnslónum Noregs og greiða fyrir það margfalt verð. Þetta kom sér auðvitað ekki illa fyrir orkufyrirtækið (góð sumar- og vetrarsala), öllu verr fyrir almenning. Allt undir merkjum markaðsfræðanna góðu. Þekkt er að orkuverð hækkaði verulega eftir tilkomu sæstrengs. Vatn, sundlaugar og heitir pottar eru ómetanleg lífsgæði á Íslandi og frelsi sem endurspeglast í því að eiga einfaldlega nóg af dásamlega heitu og köldu vatni? Hvernig verður rekstrarumhverfi baðstaða og heimila eftir verðhækkun orkunnar? Er ekki rétt að spyrja hvernig sæstrengur til Evrópu auki hagsæld og lífsgæði íslensks almennings? Ungt fólk, verkafólk, öryrkjar, lífeyrisþegar, einstæðir foreldrar, kennarar og vel menntað fólk sem ekki getur lifað af laununum sínum á Íslandi, þá meðtalið. Skoðum einn þátt enn. 100 milljarða fjárfesting í nýjum raforkuflutningskerfum endurspeglar áætlanir um afar fyrirferðarmikið kerfi. Ásýnd náttúru Íslands er viðfangsefni stærsta iðnaðar á Íslandi í dag. Ferðamannaiðnaðurinn skapar tekjur og tækifæri í annarri stærðargráðu en álfyrirtæki eða sambærilegt mun nokkurn tíma gera. Allar helstu áætlanir Landsnets um raforkuflutningskerfi fela í sér hefðbundnar stálgrindur, táknmynd liðinna tíma iðnvæðingar og stóriðjuhugsunar. Full ástæða er til að efast um að slíkt hafi góð áhrif á ferðamannagreinina sem nær nú yfir allt landið. Hin neikvæða ímynd orkunnar sem Landsnet kappkostar að viðhalda með úr sér gengnum lausnum og yfirgangi – þá einna helst í dómssölum – er ekki bara skaðleg íslenskum orkuiðnaði, hún er líklega enn skaðlegri stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnaði. Hversu skynsamleg er slík áhætta? Hver er þörfin, í tölum, á mannamáli? Vissulega erfitt að átta sig á því hvernig sæstrengur styrkir íslenska velferð. Þvert á móti, þá virðist fátt í kortunum styðja slíka ofurframkvæmd. Hins vegar er fjölmargt sem bendir skýrt til að afleiðingin verði skerðing á almennum lífsgæðum, skerðing á íslenskri velferð, eina ferðina enn. Kæru lesendur, þetta ætti að vera í okkur höndum, en er ekki. Gerum eitthvað í málinu. Verjum íslenska velferð, íslenska náttúru og íslenskar auðlindir gagnvart fámennum sérhagsmunaöflum sem þurfa sífellt meira. Sé landsbyggðin raunverulega að verða rafmagnslaus, er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að nota staðbundnar lausnir. 100 milljarða flutningskerfi – fyrir sæstreng – er ekki góð hugmynd.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun