„Við drögum liðið ekki úr keppni,“ sagði Óli Jóh um Val sem dró svo liðið úr keppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 13:00 Ólafur fer með strákana sína til Bandaríkjanna á mánudaginn. vísir/eyþór Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00