Skilorð fyrir að hafa hrint sambýliskonu sinni og sparkað í dóttur hennar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 14:43 Atvikið átti sér stað á heimili mæðgnanna á Akranesi. vísir/gva Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að þáverandi sambýliskonu sinni og ólögráða dóttur hennar á jóladag árið 2015. Honum var gert að greiða mæðgunum samtals 550 þúsund í skaðabætur. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að hafa hrint stúlkunni í gólfið og sparkað í hana liggjandi hins vegar var hann sakaður um að hafa hrint konunni í gólfið. Stúlkan hlaut mar á hægri rasskinn og konan áverka á handlegg. Hann játaði að hafa hrint mæðgunum en sagðist ekki hafa sparkað í stúlkuna, en ekki kemur fram í dómnum hversu gömul hún er. Sagðist maðurinn telja stúlkuna hafa hlotið áverkana eftir að hafa runnið í hálku. Stúlkan sagði það þó ekki rétt. Þá sagðist stúlkan hafa fundið fyrir miklu öryggisleysi og vanlíðan eftir atvikið, og ávallt haft það á tilfinningunni að maðurinn myndi koma aftur, en hann hafði búið hjá mæðgunum í um einn og hálfan mánuð. Dómurinn taldi eftir framburð vitna og áverkavottorð að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina; að hafa hrint mæðgunum og sparkað í stúlkuna. Hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður, sem hafði áhrif á ákvörðun dómsins. Var hann sem fyrr segir dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða stúlkunni 350 þúsund krónur í skaðabætur og konunni 200 þúsund krónur. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að þáverandi sambýliskonu sinni og ólögráða dóttur hennar á jóladag árið 2015. Honum var gert að greiða mæðgunum samtals 550 þúsund í skaðabætur. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að hafa hrint stúlkunni í gólfið og sparkað í hana liggjandi hins vegar var hann sakaður um að hafa hrint konunni í gólfið. Stúlkan hlaut mar á hægri rasskinn og konan áverka á handlegg. Hann játaði að hafa hrint mæðgunum en sagðist ekki hafa sparkað í stúlkuna, en ekki kemur fram í dómnum hversu gömul hún er. Sagðist maðurinn telja stúlkuna hafa hlotið áverkana eftir að hafa runnið í hálku. Stúlkan sagði það þó ekki rétt. Þá sagðist stúlkan hafa fundið fyrir miklu öryggisleysi og vanlíðan eftir atvikið, og ávallt haft það á tilfinningunni að maðurinn myndi koma aftur, en hann hafði búið hjá mæðgunum í um einn og hálfan mánuð. Dómurinn taldi eftir framburð vitna og áverkavottorð að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina; að hafa hrint mæðgunum og sparkað í stúlkuna. Hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður, sem hafði áhrif á ákvörðun dómsins. Var hann sem fyrr segir dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða stúlkunni 350 þúsund krónur í skaðabætur og konunni 200 þúsund krónur.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent