Æsileg eftirför á eftir ræningja: „Sturlaður maður inni í apótekinu með exi“ Benedikt Bóas skrifar 19. apríl 2017 06:30 Grafík úr Fréttablaðinu „Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10
Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03