Ólafur hefur ekki óskað formlega eftir fundi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 13:21 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Ólafur Ólafsson hefur ekki óskað formlega eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Formleg beiðni þarf að berast svo nefndin taki ósk hans til greina. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekkert komið saman frá því að Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku. Jón Steindór Valdimarsson, sem leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans, segist gera ráð fyrir að nefndin muni funda í næstu viku. Þá verði næstu skref væntanlega ákveðin.Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.vísir/vilhelm„Nefndin hefur ekki komið saman og það hefur ekki borist formlegt erindi frá Ólafi, þó hann hafi haft samband við formann nefndarinnar og óskað eftir því að koma fyrir hana. Við eigum bara eftir að hittast og fara yfir þetta og annað sem þarf að gera í tengslum við þessa skýrslu og reyndar fleiri verkefni sem tengjast þeirri þingsályktun sem lá til grundvallar því að þessi skýrsla var gerð. Við munum fara yfir málin og verklagið og hvort og hvaða gesti við köllum fyrir,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segist ekki geta svarað til um hvort líklegt þyki að beiðni Ólafs um fund verði samþykkt, né hvort hann verði opinn fjölmiðlum og almenningi. „Það er ekkert hægt að leggja mat á það. Það fer bara eftir því hvernig menn skipuleggja þetta starf. Það væri auðvitað hægt að kalla fyrir fleiri sem málið varðar en rannsóknarnefndin er búin að ljúka sínum störfum með býsna afdráttarlausri niðurstöðu. Ef við metum það þannig að við teljum líkur á að það komi eitthvað nýtt fram í málinu þá skoðum við það,“ segir hann. Ólafur hafi haft öll tækifæri til þess að tjá sig fyrir rannsóknarnefndinni þegar vinna við skýrsluna var í gangi.Vill varpa nýju ljósi á atburðarásina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans kom út í síðasta mánuði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í framhaldinu þar sem hann segist borinn þungum sökum og vilja varpa nýju ljósi á atburðarásina. Fór hann því þess á leit við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að fá að sjá sig fyrir nefndinni, en sem fyrr segir þarf formlegt erindi að berast. Brynjar mun ekki taka þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur ekki óskað formlega eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Formleg beiðni þarf að berast svo nefndin taki ósk hans til greina. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekkert komið saman frá því að Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku. Jón Steindór Valdimarsson, sem leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans, segist gera ráð fyrir að nefndin muni funda í næstu viku. Þá verði næstu skref væntanlega ákveðin.Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.vísir/vilhelm„Nefndin hefur ekki komið saman og það hefur ekki borist formlegt erindi frá Ólafi, þó hann hafi haft samband við formann nefndarinnar og óskað eftir því að koma fyrir hana. Við eigum bara eftir að hittast og fara yfir þetta og annað sem þarf að gera í tengslum við þessa skýrslu og reyndar fleiri verkefni sem tengjast þeirri þingsályktun sem lá til grundvallar því að þessi skýrsla var gerð. Við munum fara yfir málin og verklagið og hvort og hvaða gesti við köllum fyrir,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segist ekki geta svarað til um hvort líklegt þyki að beiðni Ólafs um fund verði samþykkt, né hvort hann verði opinn fjölmiðlum og almenningi. „Það er ekkert hægt að leggja mat á það. Það fer bara eftir því hvernig menn skipuleggja þetta starf. Það væri auðvitað hægt að kalla fyrir fleiri sem málið varðar en rannsóknarnefndin er búin að ljúka sínum störfum með býsna afdráttarlausri niðurstöðu. Ef við metum það þannig að við teljum líkur á að það komi eitthvað nýtt fram í málinu þá skoðum við það,“ segir hann. Ólafur hafi haft öll tækifæri til þess að tjá sig fyrir rannsóknarnefndinni þegar vinna við skýrsluna var í gangi.Vill varpa nýju ljósi á atburðarásina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans kom út í síðasta mánuði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í framhaldinu þar sem hann segist borinn þungum sökum og vilja varpa nýju ljósi á atburðarásina. Fór hann því þess á leit við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að fá að sjá sig fyrir nefndinni, en sem fyrr segir þarf formlegt erindi að berast. Brynjar mun ekki taka þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33