Brottflutningur almennra borgara hafinn í fjórum sýrlenskum bæjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 11:51 Sjúkraliðar Rauða hálfmánans bíða eftir fólki frá bænum Kafraya í grennd við Aleppo í dag. Vísir/Afp Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum. Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34