Bardagabræður berjast í London Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2017 11:00 Magnús Loki og Bjarki Thor eru klárir í slaginn. mynd/hallmar freyr Bræðurnir Bjarki Thor Pálsson og Magnús Loki Ingvarsson úr Mjölni berjast báðir á sama bardagakvöldinu hjá Fightstar Championships í London, 29. apríl næstkomandi. Fimm ár eru liðin síðan Bardagabræðurnir svokölluðu kepptu í sínum fyrstu MMA-bardögum, sem fóru einmitt fram í London. Tæplega 30 bardögum síðar eru þeir aftur á leið til London til að keppa á Fightstar 9 bardagakvöldinu. Bjarki er að fara í sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður en hann vann þá tvo fyrstu. Mótherjinn 29. apríl er sá sami og í öðrum bardaga Bjarka; Alan Proctor. Þeir börðust 10. desember síðastliðinn en Bjarka var dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark í höfuðið sem varð þess valdandi að hann rotaðist. „Ég held að engum bardagamanni líði vel með sigur sem er fenginn þannig að andstæðingurinn er dæmdur úr leik fyrir ólöglegt högg. Alan er jafnframt búinn að fara mikinn á samfélagsmiðlum, tala óvirðulega til mín og láta eins og hann hafi verið rændur öruggum sigri. Það er því ekki um neitt annað að ræða enn að klára þetta mál og taka af allan vafa,“ segir Bjarki í fréttatilkynningu. „Ég tók seinasta bardaga með tveggja vikna fyrirvara og það í þyngdarflokknum fyrir ofan þann sem ég berst vanalega í. Ég var hársbreidd frá því að klára bardagann strax í fyrstu lotu með hengingartaki en tíminn rann út áður en ég náði að klára. Fyrir utan þetta þá hafði ég mikla yfirburði allan tímann í bardaganum og það sér hver sem horfir á endursýningu af honum. Við munum aftur berjast í veltivigt en ég hef hinsvegar haft nógan tíma til að undirbúa mig í þetta skiptið og ég get fullyrt að ég hef aldrei verið í betra formi en ég er í núna.“ Magnús, sem hefur unnið sjö af níu bardögum sínum sem áhugamaður, mætir Frakkanum Hascen Gelezi en bardagi þeirra er um Evrópumeistarabelti FSC áhugamanna í veltivigt og því er til mikils að vinna. „Ég er ennþá að sækja mér reynslu og vinna mig upp metorðastigann en ég gæti samt alveg trúað að þetta verði síðasti áhugamannabardaginn minn. Ég veit ekki mikið um andstæðinginn minn en það breytir mig afar litlu. Ég er búinn að æfa gríðarlega vel og í því formi sem ég er núna þá er hver sá sem mætir mér að fara að lenda í vandræðum. Ég myndi ekki vilja þurfa að mæta mér,“ segir Magnús léttur. „Að fá tækifæri til að keppa strax um belti í fyrsta skiptið sem ég berst hjá þessu sambandi segir mér allt sem segja þarf um það hversu miklar væntingar eru gerðar til mín. Ég er með aðra höndina á þessu belti nú þegar og hver sá sem ætlar að standa í vegi fyrir því að það verði mitt verður bara að gjöra svo vel að taka afleiðingunum.“ MMA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Bræðurnir Bjarki Thor Pálsson og Magnús Loki Ingvarsson úr Mjölni berjast báðir á sama bardagakvöldinu hjá Fightstar Championships í London, 29. apríl næstkomandi. Fimm ár eru liðin síðan Bardagabræðurnir svokölluðu kepptu í sínum fyrstu MMA-bardögum, sem fóru einmitt fram í London. Tæplega 30 bardögum síðar eru þeir aftur á leið til London til að keppa á Fightstar 9 bardagakvöldinu. Bjarki er að fara í sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður en hann vann þá tvo fyrstu. Mótherjinn 29. apríl er sá sami og í öðrum bardaga Bjarka; Alan Proctor. Þeir börðust 10. desember síðastliðinn en Bjarka var dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark í höfuðið sem varð þess valdandi að hann rotaðist. „Ég held að engum bardagamanni líði vel með sigur sem er fenginn þannig að andstæðingurinn er dæmdur úr leik fyrir ólöglegt högg. Alan er jafnframt búinn að fara mikinn á samfélagsmiðlum, tala óvirðulega til mín og láta eins og hann hafi verið rændur öruggum sigri. Það er því ekki um neitt annað að ræða enn að klára þetta mál og taka af allan vafa,“ segir Bjarki í fréttatilkynningu. „Ég tók seinasta bardaga með tveggja vikna fyrirvara og það í þyngdarflokknum fyrir ofan þann sem ég berst vanalega í. Ég var hársbreidd frá því að klára bardagann strax í fyrstu lotu með hengingartaki en tíminn rann út áður en ég náði að klára. Fyrir utan þetta þá hafði ég mikla yfirburði allan tímann í bardaganum og það sér hver sem horfir á endursýningu af honum. Við munum aftur berjast í veltivigt en ég hef hinsvegar haft nógan tíma til að undirbúa mig í þetta skiptið og ég get fullyrt að ég hef aldrei verið í betra formi en ég er í núna.“ Magnús, sem hefur unnið sjö af níu bardögum sínum sem áhugamaður, mætir Frakkanum Hascen Gelezi en bardagi þeirra er um Evrópumeistarabelti FSC áhugamanna í veltivigt og því er til mikils að vinna. „Ég er ennþá að sækja mér reynslu og vinna mig upp metorðastigann en ég gæti samt alveg trúað að þetta verði síðasti áhugamannabardaginn minn. Ég veit ekki mikið um andstæðinginn minn en það breytir mig afar litlu. Ég er búinn að æfa gríðarlega vel og í því formi sem ég er núna þá er hver sá sem mætir mér að fara að lenda í vandræðum. Ég myndi ekki vilja þurfa að mæta mér,“ segir Magnús léttur. „Að fá tækifæri til að keppa strax um belti í fyrsta skiptið sem ég berst hjá þessu sambandi segir mér allt sem segja þarf um það hversu miklar væntingar eru gerðar til mín. Ég er með aðra höndina á þessu belti nú þegar og hver sá sem ætlar að standa í vegi fyrir því að það verði mitt verður bara að gjöra svo vel að taka afleiðingunum.“
MMA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira