Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 19:26 Landspítalinn tekur fram að nái tillagan óbreytt fram að ganga vanti um það bil tíu milljarða til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar. Mynd/Vilhelm Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans við þingsályktunartillögu um fjármálaætlun næstu fjögurra ára, þar sem spítalinn segir meðal annars að tíu milljarða vanti til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa samkvæmt tillögunni.Svipað fjármagn og í upphafi aldarinnar „Samkvæmt gögnum úr ríkisreikningum og endurskoðuðum ársreikningum Landspítala er sjúkrahúsið enn rekið fyrir svipað fjármagn (á föstu verðlagi) og í upphafi aldarinnar þó svo umfang þjónustunnar hafi aukist verulega, annars vegar vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu (vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma) og hins vegar vegna verkefna sem hafa beinlínis verið flutt til hans (svo sem rekstur réttargeðdeildar, Rjóðurs og þjónustu sem áður var veitt á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í umsögninni. Þá segir að þrátt fyrir að þessum verkefnum hafi fylgt fé hafi niðurskurður komið á móti og nettó niðurstaðan því sú að ríkisframlag á föstu verðlagi til rekstrar spítalans árið 2017 séu lægri en í aldarbyrjun. „Samanburður á breytilegu verðlagi (verðlagi hvers árs) eins og stundum er í umræðunni er að sjálfsögðu ekki boðlegur.“Þurfi að skera niður um fimm milljarða en halda óbreyttri starfsemi Landspítalinn tekur fram að nái tillagan óbreytt fram að ganga vanti um það bil tíu milljarða til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar. Sé það miðað við mat spítalans á uppsafnaðri viðbótarfjárþörf spítalans, sem velferðarráðuneytið hafi kallað eftir við gerð umræddrar tillögu. Innlend sjúkrahús þurfi jafnframt að skera niður kostnað um um það bil fimm milljarða á tímabilinu miðað við þau nýju verkefni sem tilgreind séu í tillögunni, en óbreytta starfsemi að öðru leyti. „Með öðrum orðum: það viðbótarfé sem lagt er til nýrra verkefna í tillögunni virðist að verulegu leyti fengið með því að fella niður fjármögnun ýmissa verkefna sem nú eru til staðar og verða það áfram auk þess sem sum þeirra nýju verkefna sem tillagan felur í sér eru aðeins fjármögnuð að hluta,“ segir í umsögninni. Þá er gerð athugasemd að hvergi sé gert ráð fyrir tækjakaupum vegna nýbygginga við Hringbraut né nauðsynlegri endurgerð eldri húsa. Hvoru tveggja hafi verið forsenda þess að nýr meðferðarkjarni og rannsóknarsjúkrahús verði tilbúin árið 2013. „Landspítali telur að í forgangsröðun til einstakra þátta heilbrigðisþjónustu sé í ákveðnum veigamiklum tilvikum gengið þvert á almenn viðmið um forgangsröðun til heilbrigðisþjónustu og gangi gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu fjárlaganefnd og velferðarráðuneyti með skýrslu á árinu 2016. Samkvæmt tillögunni munu fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa aukast margfalt á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsa landsmanna.“Umsögnina alla má lesa hér. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans við þingsályktunartillögu um fjármálaætlun næstu fjögurra ára, þar sem spítalinn segir meðal annars að tíu milljarða vanti til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa samkvæmt tillögunni.Svipað fjármagn og í upphafi aldarinnar „Samkvæmt gögnum úr ríkisreikningum og endurskoðuðum ársreikningum Landspítala er sjúkrahúsið enn rekið fyrir svipað fjármagn (á föstu verðlagi) og í upphafi aldarinnar þó svo umfang þjónustunnar hafi aukist verulega, annars vegar vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu (vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma) og hins vegar vegna verkefna sem hafa beinlínis verið flutt til hans (svo sem rekstur réttargeðdeildar, Rjóðurs og þjónustu sem áður var veitt á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í umsögninni. Þá segir að þrátt fyrir að þessum verkefnum hafi fylgt fé hafi niðurskurður komið á móti og nettó niðurstaðan því sú að ríkisframlag á föstu verðlagi til rekstrar spítalans árið 2017 séu lægri en í aldarbyrjun. „Samanburður á breytilegu verðlagi (verðlagi hvers árs) eins og stundum er í umræðunni er að sjálfsögðu ekki boðlegur.“Þurfi að skera niður um fimm milljarða en halda óbreyttri starfsemi Landspítalinn tekur fram að nái tillagan óbreytt fram að ganga vanti um það bil tíu milljarða til rekstrar og nauðsynlegra tækjakaupa og annars stofnkostnaðar. Sé það miðað við mat spítalans á uppsafnaðri viðbótarfjárþörf spítalans, sem velferðarráðuneytið hafi kallað eftir við gerð umræddrar tillögu. Innlend sjúkrahús þurfi jafnframt að skera niður kostnað um um það bil fimm milljarða á tímabilinu miðað við þau nýju verkefni sem tilgreind séu í tillögunni, en óbreytta starfsemi að öðru leyti. „Með öðrum orðum: það viðbótarfé sem lagt er til nýrra verkefna í tillögunni virðist að verulegu leyti fengið með því að fella niður fjármögnun ýmissa verkefna sem nú eru til staðar og verða það áfram auk þess sem sum þeirra nýju verkefna sem tillagan felur í sér eru aðeins fjármögnuð að hluta,“ segir í umsögninni. Þá er gerð athugasemd að hvergi sé gert ráð fyrir tækjakaupum vegna nýbygginga við Hringbraut né nauðsynlegri endurgerð eldri húsa. Hvoru tveggja hafi verið forsenda þess að nýr meðferðarkjarni og rannsóknarsjúkrahús verði tilbúin árið 2013. „Landspítali telur að í forgangsröðun til einstakra þátta heilbrigðisþjónustu sé í ákveðnum veigamiklum tilvikum gengið þvert á almenn viðmið um forgangsröðun til heilbrigðisþjónustu og gangi gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu fjárlaganefnd og velferðarráðuneyti með skýrslu á árinu 2016. Samkvæmt tillögunni munu fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa aukast margfalt á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsa landsmanna.“Umsögnina alla má lesa hér.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira