Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð 30. apríl 2017 17:30 Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk. vísir/eyþór Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. Seltirningar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár en nú er ljóst að sigurgöngu þeirra er lokið. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, 16-7, og leiddi með níu mörkum að honum loknum. Sami munur var á liðunum, 21-12, þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Grótta, og þá aðallega Laufey Ásta Guðmundsdóttir, í gang. Hún skoraði þrjú mörk í röð og hóf magnaða endurkomu Gróttu sem náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Nær komst liðið hins vegar ekki. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði gríðarlega dýrmætt mark þegar hún kom Stjörnunni í 27-25 og fiskaði auk þess Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur af velli. Það reyndist of stór biti fyrir Gróttu að kyngja og Stjarnan vann á endanum fjögurra marka sigur, 29-25. Helena Rut og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Stjörnuna en Laufey Ásta og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerðu fimm hvor fyrir Gróttu.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2.29-25 (Leik lokið): Þetta er búið! Stjarnan er á leið í úrslit fimmta árið í röð. Stjarnan mætir Fram í úrslitaeinvíginu.28-25 (59. mín): Aðalheiður Hreinsdóttir skorar og eykur muninn í þrjú mörk. Kári tekur leikhlé.27-25 (58. mín): Helena skorar og fiskar Þóreyju Önnu af velli. Grótta tapar svo boltanum.25-24 (56. mín): Laufey Ásta fer rosalega illa með Helenu og minnkar muninn aftur niður í tvö mörk.24-23 (53. mín): Soffía grýtir boltanum fram á Unni sem grípur og skorar! Frábært mark. Halldór Harri tekur leikhlé. Er Stjarnan að fara á taugum?24-22 (52. mín): Stjarnan tapar boltanum, Grótta fer upp, Lovísa leikur á Rakel og skorar. Munurinn bara tvö mörk.24-21 (49. mín): Guðrún Þorláksdóttir minnkar muninn í þrjú mörk. Seltirningar neita að gefast upp.22-18 (45. mín): Þórey Anna minnkar muninn í fjögur mörk. Þetta er orðið verulega áhugavert.21-16 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Laufeyju Ástu og munurinn fimm mörk! Halldór Harri tekur leikhlé.20-11 (37. mín): Helena ryðst í gegn og skorar með föstu skoti. Aftur níu marka munur.18-9 (35. mín): Hanna kemur Stjörnunni níu mörkum yfir. Kringlar sig inn úr hægra horninu og skorar á nærstöngina hjá Selmu sem á að gera miklu betur þarna.16-8 (seinni hálfleikur hafinn): Anna Úrsúla byrjar seinni hálfleikinn á því að skora yfir endilangan völlinn. Engin í marki hjá Stjörnunni.16-7 (fyrri hálfleik lokið): Ja, hérna hér. Rakel Dögg skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn er liðinn. Sannarlega blaut tuska framan í andlit Seltirninga.15-6 (30. mín): Sólveig Lára fær brottvísun í lok fyrri hálfleiks. Lovísa nýtir það og minnkar muninn í átta mörk þegar fimm sekúndur eru eftir og Halldór Harri tekur leikhlé.13-5 (27. mín): Lovísa skorar fyrir Gróttu en þetta er of lítið. Það þarf miklu meira frá Seltirningum en fimm mörk á 27 mínútum.11-4 (21. mín): Stjörnukonur eru að rúlla hér yfir Gróttu. Kári tekur annað leikhlé og segir að það dugi ekki að vera bara á hálfum hraða, eins og Seltirningar virðast vera á. Sjáum hverju það skilar.6-2 (13. mín): Anna Úrsúla skorar og er sú eina sem hefur skorað fram hjá Heiðu. Sólveig Lára er fljót að svara hinum megin.5-1 (12. mín): Hanna Guðrún skorar í þetta skiptið og hinu megin er Heiða enn að verja allt sem kemur á markið. Ótrúleg frammistaða hjá henni.4-1 (10. mín): Hanna Guðrún kemst ein í gegn í hraðaupphlaupi en skýtur í stöngina. Enn er Heiða Ingólfsdóttir að verja eins og berserkur í marki Stjörnunnar. Rakel Dögg kemur svo Stjörnunni í 4-1 forystu og þá tekur Kári Garðarsson leikhlé.2-1 (7. mín): Anna Úrsúla kemur Gróttu á blað og jafnar metin. En Nataly Sæunn er fljót að svara fyrir Stjörnuna sem kemst yfir að nýju.1-0 (5. mín): Stefanía með skot í stöng fyrir Stjörnuna. Grótta fram í sókn en Rakel fiskar ruðning á Þóreyju. Grótta hefur ekki enn skorað í leiknum.1-0 (1. mín): Stjarnan komin yfir og það er Rakel Dögg sem skorar fyrsta mark leiksins. Áður hafði Anna Úrsúla skotið framhjá af línunni í fyrstu sókn Gróttu.Fyrir leik: Þetta hefur verið söguleg rimma þar sem að Gróttu var dæmd 10-0 sigur í öðrum leik liðanna, sem Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar ólöglegan leikmann í leiknum og var því dæmdur ósigur.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leikinn í þessari rimmu, 35-33, í Garðabænum. Svo kom kæruleikurinn, sem Stjarnan vann inni á vellinum, en svo komu tveir Stjörnusigrar í röð. Síðasti leikur var æsispennandi en Stjarnan vann þá eins marks sigur, 21-20.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Mýrinni. Þetta er oddaleikur liðanna í undanúrslitarimmu úrslitakeppninnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. Seltirningar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár en nú er ljóst að sigurgöngu þeirra er lokið. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, 16-7, og leiddi með níu mörkum að honum loknum. Sami munur var á liðunum, 21-12, þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Grótta, og þá aðallega Laufey Ásta Guðmundsdóttir, í gang. Hún skoraði þrjú mörk í röð og hóf magnaða endurkomu Gróttu sem náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Nær komst liðið hins vegar ekki. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði gríðarlega dýrmætt mark þegar hún kom Stjörnunni í 27-25 og fiskaði auk þess Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur af velli. Það reyndist of stór biti fyrir Gróttu að kyngja og Stjarnan vann á endanum fjögurra marka sigur, 29-25. Helena Rut og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Stjörnuna en Laufey Ásta og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerðu fimm hvor fyrir Gróttu.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2.29-25 (Leik lokið): Þetta er búið! Stjarnan er á leið í úrslit fimmta árið í röð. Stjarnan mætir Fram í úrslitaeinvíginu.28-25 (59. mín): Aðalheiður Hreinsdóttir skorar og eykur muninn í þrjú mörk. Kári tekur leikhlé.27-25 (58. mín): Helena skorar og fiskar Þóreyju Önnu af velli. Grótta tapar svo boltanum.25-24 (56. mín): Laufey Ásta fer rosalega illa með Helenu og minnkar muninn aftur niður í tvö mörk.24-23 (53. mín): Soffía grýtir boltanum fram á Unni sem grípur og skorar! Frábært mark. Halldór Harri tekur leikhlé. Er Stjarnan að fara á taugum?24-22 (52. mín): Stjarnan tapar boltanum, Grótta fer upp, Lovísa leikur á Rakel og skorar. Munurinn bara tvö mörk.24-21 (49. mín): Guðrún Þorláksdóttir minnkar muninn í þrjú mörk. Seltirningar neita að gefast upp.22-18 (45. mín): Þórey Anna minnkar muninn í fjögur mörk. Þetta er orðið verulega áhugavert.21-16 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Laufeyju Ástu og munurinn fimm mörk! Halldór Harri tekur leikhlé.20-11 (37. mín): Helena ryðst í gegn og skorar með föstu skoti. Aftur níu marka munur.18-9 (35. mín): Hanna kemur Stjörnunni níu mörkum yfir. Kringlar sig inn úr hægra horninu og skorar á nærstöngina hjá Selmu sem á að gera miklu betur þarna.16-8 (seinni hálfleikur hafinn): Anna Úrsúla byrjar seinni hálfleikinn á því að skora yfir endilangan völlinn. Engin í marki hjá Stjörnunni.16-7 (fyrri hálfleik lokið): Ja, hérna hér. Rakel Dögg skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn er liðinn. Sannarlega blaut tuska framan í andlit Seltirninga.15-6 (30. mín): Sólveig Lára fær brottvísun í lok fyrri hálfleiks. Lovísa nýtir það og minnkar muninn í átta mörk þegar fimm sekúndur eru eftir og Halldór Harri tekur leikhlé.13-5 (27. mín): Lovísa skorar fyrir Gróttu en þetta er of lítið. Það þarf miklu meira frá Seltirningum en fimm mörk á 27 mínútum.11-4 (21. mín): Stjörnukonur eru að rúlla hér yfir Gróttu. Kári tekur annað leikhlé og segir að það dugi ekki að vera bara á hálfum hraða, eins og Seltirningar virðast vera á. Sjáum hverju það skilar.6-2 (13. mín): Anna Úrsúla skorar og er sú eina sem hefur skorað fram hjá Heiðu. Sólveig Lára er fljót að svara hinum megin.5-1 (12. mín): Hanna Guðrún skorar í þetta skiptið og hinu megin er Heiða enn að verja allt sem kemur á markið. Ótrúleg frammistaða hjá henni.4-1 (10. mín): Hanna Guðrún kemst ein í gegn í hraðaupphlaupi en skýtur í stöngina. Enn er Heiða Ingólfsdóttir að verja eins og berserkur í marki Stjörnunnar. Rakel Dögg kemur svo Stjörnunni í 4-1 forystu og þá tekur Kári Garðarsson leikhlé.2-1 (7. mín): Anna Úrsúla kemur Gróttu á blað og jafnar metin. En Nataly Sæunn er fljót að svara fyrir Stjörnuna sem kemst yfir að nýju.1-0 (5. mín): Stefanía með skot í stöng fyrir Stjörnuna. Grótta fram í sókn en Rakel fiskar ruðning á Þóreyju. Grótta hefur ekki enn skorað í leiknum.1-0 (1. mín): Stjarnan komin yfir og það er Rakel Dögg sem skorar fyrsta mark leiksins. Áður hafði Anna Úrsúla skotið framhjá af línunni í fyrstu sókn Gróttu.Fyrir leik: Þetta hefur verið söguleg rimma þar sem að Gróttu var dæmd 10-0 sigur í öðrum leik liðanna, sem Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar ólöglegan leikmann í leiknum og var því dæmdur ósigur.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leikinn í þessari rimmu, 35-33, í Garðabænum. Svo kom kæruleikurinn, sem Stjarnan vann inni á vellinum, en svo komu tveir Stjörnusigrar í röð. Síðasti leikur var æsispennandi en Stjarnan vann þá eins marks sigur, 21-20.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Mýrinni. Þetta er oddaleikur liðanna í undanúrslitarimmu úrslitakeppninnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira