Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð 30. apríl 2017 17:30 Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk. vísir/eyþór Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. Seltirningar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár en nú er ljóst að sigurgöngu þeirra er lokið. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, 16-7, og leiddi með níu mörkum að honum loknum. Sami munur var á liðunum, 21-12, þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Grótta, og þá aðallega Laufey Ásta Guðmundsdóttir, í gang. Hún skoraði þrjú mörk í röð og hóf magnaða endurkomu Gróttu sem náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Nær komst liðið hins vegar ekki. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði gríðarlega dýrmætt mark þegar hún kom Stjörnunni í 27-25 og fiskaði auk þess Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur af velli. Það reyndist of stór biti fyrir Gróttu að kyngja og Stjarnan vann á endanum fjögurra marka sigur, 29-25. Helena Rut og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Stjörnuna en Laufey Ásta og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerðu fimm hvor fyrir Gróttu.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2.29-25 (Leik lokið): Þetta er búið! Stjarnan er á leið í úrslit fimmta árið í röð. Stjarnan mætir Fram í úrslitaeinvíginu.28-25 (59. mín): Aðalheiður Hreinsdóttir skorar og eykur muninn í þrjú mörk. Kári tekur leikhlé.27-25 (58. mín): Helena skorar og fiskar Þóreyju Önnu af velli. Grótta tapar svo boltanum.25-24 (56. mín): Laufey Ásta fer rosalega illa með Helenu og minnkar muninn aftur niður í tvö mörk.24-23 (53. mín): Soffía grýtir boltanum fram á Unni sem grípur og skorar! Frábært mark. Halldór Harri tekur leikhlé. Er Stjarnan að fara á taugum?24-22 (52. mín): Stjarnan tapar boltanum, Grótta fer upp, Lovísa leikur á Rakel og skorar. Munurinn bara tvö mörk.24-21 (49. mín): Guðrún Þorláksdóttir minnkar muninn í þrjú mörk. Seltirningar neita að gefast upp.22-18 (45. mín): Þórey Anna minnkar muninn í fjögur mörk. Þetta er orðið verulega áhugavert.21-16 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Laufeyju Ástu og munurinn fimm mörk! Halldór Harri tekur leikhlé.20-11 (37. mín): Helena ryðst í gegn og skorar með föstu skoti. Aftur níu marka munur.18-9 (35. mín): Hanna kemur Stjörnunni níu mörkum yfir. Kringlar sig inn úr hægra horninu og skorar á nærstöngina hjá Selmu sem á að gera miklu betur þarna.16-8 (seinni hálfleikur hafinn): Anna Úrsúla byrjar seinni hálfleikinn á því að skora yfir endilangan völlinn. Engin í marki hjá Stjörnunni.16-7 (fyrri hálfleik lokið): Ja, hérna hér. Rakel Dögg skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn er liðinn. Sannarlega blaut tuska framan í andlit Seltirninga.15-6 (30. mín): Sólveig Lára fær brottvísun í lok fyrri hálfleiks. Lovísa nýtir það og minnkar muninn í átta mörk þegar fimm sekúndur eru eftir og Halldór Harri tekur leikhlé.13-5 (27. mín): Lovísa skorar fyrir Gróttu en þetta er of lítið. Það þarf miklu meira frá Seltirningum en fimm mörk á 27 mínútum.11-4 (21. mín): Stjörnukonur eru að rúlla hér yfir Gróttu. Kári tekur annað leikhlé og segir að það dugi ekki að vera bara á hálfum hraða, eins og Seltirningar virðast vera á. Sjáum hverju það skilar.6-2 (13. mín): Anna Úrsúla skorar og er sú eina sem hefur skorað fram hjá Heiðu. Sólveig Lára er fljót að svara hinum megin.5-1 (12. mín): Hanna Guðrún skorar í þetta skiptið og hinu megin er Heiða enn að verja allt sem kemur á markið. Ótrúleg frammistaða hjá henni.4-1 (10. mín): Hanna Guðrún kemst ein í gegn í hraðaupphlaupi en skýtur í stöngina. Enn er Heiða Ingólfsdóttir að verja eins og berserkur í marki Stjörnunnar. Rakel Dögg kemur svo Stjörnunni í 4-1 forystu og þá tekur Kári Garðarsson leikhlé.2-1 (7. mín): Anna Úrsúla kemur Gróttu á blað og jafnar metin. En Nataly Sæunn er fljót að svara fyrir Stjörnuna sem kemst yfir að nýju.1-0 (5. mín): Stefanía með skot í stöng fyrir Stjörnuna. Grótta fram í sókn en Rakel fiskar ruðning á Þóreyju. Grótta hefur ekki enn skorað í leiknum.1-0 (1. mín): Stjarnan komin yfir og það er Rakel Dögg sem skorar fyrsta mark leiksins. Áður hafði Anna Úrsúla skotið framhjá af línunni í fyrstu sókn Gróttu.Fyrir leik: Þetta hefur verið söguleg rimma þar sem að Gróttu var dæmd 10-0 sigur í öðrum leik liðanna, sem Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar ólöglegan leikmann í leiknum og var því dæmdur ósigur.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leikinn í þessari rimmu, 35-33, í Garðabænum. Svo kom kæruleikurinn, sem Stjarnan vann inni á vellinum, en svo komu tveir Stjörnusigrar í röð. Síðasti leikur var æsispennandi en Stjarnan vann þá eins marks sigur, 21-20.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Mýrinni. Þetta er oddaleikur liðanna í undanúrslitarimmu úrslitakeppninnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. Seltirningar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár en nú er ljóst að sigurgöngu þeirra er lokið. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, 16-7, og leiddi með níu mörkum að honum loknum. Sami munur var á liðunum, 21-12, þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Grótta, og þá aðallega Laufey Ásta Guðmundsdóttir, í gang. Hún skoraði þrjú mörk í röð og hóf magnaða endurkomu Gróttu sem náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Nær komst liðið hins vegar ekki. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði gríðarlega dýrmætt mark þegar hún kom Stjörnunni í 27-25 og fiskaði auk þess Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur af velli. Það reyndist of stór biti fyrir Gróttu að kyngja og Stjarnan vann á endanum fjögurra marka sigur, 29-25. Helena Rut og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Stjörnuna en Laufey Ásta og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerðu fimm hvor fyrir Gróttu.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2.29-25 (Leik lokið): Þetta er búið! Stjarnan er á leið í úrslit fimmta árið í röð. Stjarnan mætir Fram í úrslitaeinvíginu.28-25 (59. mín): Aðalheiður Hreinsdóttir skorar og eykur muninn í þrjú mörk. Kári tekur leikhlé.27-25 (58. mín): Helena skorar og fiskar Þóreyju Önnu af velli. Grótta tapar svo boltanum.25-24 (56. mín): Laufey Ásta fer rosalega illa með Helenu og minnkar muninn aftur niður í tvö mörk.24-23 (53. mín): Soffía grýtir boltanum fram á Unni sem grípur og skorar! Frábært mark. Halldór Harri tekur leikhlé. Er Stjarnan að fara á taugum?24-22 (52. mín): Stjarnan tapar boltanum, Grótta fer upp, Lovísa leikur á Rakel og skorar. Munurinn bara tvö mörk.24-21 (49. mín): Guðrún Þorláksdóttir minnkar muninn í þrjú mörk. Seltirningar neita að gefast upp.22-18 (45. mín): Þórey Anna minnkar muninn í fjögur mörk. Þetta er orðið verulega áhugavert.21-16 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Laufeyju Ástu og munurinn fimm mörk! Halldór Harri tekur leikhlé.20-11 (37. mín): Helena ryðst í gegn og skorar með föstu skoti. Aftur níu marka munur.18-9 (35. mín): Hanna kemur Stjörnunni níu mörkum yfir. Kringlar sig inn úr hægra horninu og skorar á nærstöngina hjá Selmu sem á að gera miklu betur þarna.16-8 (seinni hálfleikur hafinn): Anna Úrsúla byrjar seinni hálfleikinn á því að skora yfir endilangan völlinn. Engin í marki hjá Stjörnunni.16-7 (fyrri hálfleik lokið): Ja, hérna hér. Rakel Dögg skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn er liðinn. Sannarlega blaut tuska framan í andlit Seltirninga.15-6 (30. mín): Sólveig Lára fær brottvísun í lok fyrri hálfleiks. Lovísa nýtir það og minnkar muninn í átta mörk þegar fimm sekúndur eru eftir og Halldór Harri tekur leikhlé.13-5 (27. mín): Lovísa skorar fyrir Gróttu en þetta er of lítið. Það þarf miklu meira frá Seltirningum en fimm mörk á 27 mínútum.11-4 (21. mín): Stjörnukonur eru að rúlla hér yfir Gróttu. Kári tekur annað leikhlé og segir að það dugi ekki að vera bara á hálfum hraða, eins og Seltirningar virðast vera á. Sjáum hverju það skilar.6-2 (13. mín): Anna Úrsúla skorar og er sú eina sem hefur skorað fram hjá Heiðu. Sólveig Lára er fljót að svara hinum megin.5-1 (12. mín): Hanna Guðrún skorar í þetta skiptið og hinu megin er Heiða enn að verja allt sem kemur á markið. Ótrúleg frammistaða hjá henni.4-1 (10. mín): Hanna Guðrún kemst ein í gegn í hraðaupphlaupi en skýtur í stöngina. Enn er Heiða Ingólfsdóttir að verja eins og berserkur í marki Stjörnunnar. Rakel Dögg kemur svo Stjörnunni í 4-1 forystu og þá tekur Kári Garðarsson leikhlé.2-1 (7. mín): Anna Úrsúla kemur Gróttu á blað og jafnar metin. En Nataly Sæunn er fljót að svara fyrir Stjörnuna sem kemst yfir að nýju.1-0 (5. mín): Stefanía með skot í stöng fyrir Stjörnuna. Grótta fram í sókn en Rakel fiskar ruðning á Þóreyju. Grótta hefur ekki enn skorað í leiknum.1-0 (1. mín): Stjarnan komin yfir og það er Rakel Dögg sem skorar fyrsta mark leiksins. Áður hafði Anna Úrsúla skotið framhjá af línunni í fyrstu sókn Gróttu.Fyrir leik: Þetta hefur verið söguleg rimma þar sem að Gróttu var dæmd 10-0 sigur í öðrum leik liðanna, sem Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar ólöglegan leikmann í leiknum og var því dæmdur ósigur.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leikinn í þessari rimmu, 35-33, í Garðabænum. Svo kom kæruleikurinn, sem Stjarnan vann inni á vellinum, en svo komu tveir Stjörnusigrar í röð. Síðasti leikur var æsispennandi en Stjarnan vann þá eins marks sigur, 21-20.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Mýrinni. Þetta er oddaleikur liðanna í undanúrslitarimmu úrslitakeppninnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn