United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:42 Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. Vísir/Vilhelm United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00