Vel hægt að ferðast ódýrt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. maí 2017 10:00 Fanney Sizemore myndskreytir og leikmunavörður segir góðan undirbúning lykilinn að ódýrri ferð. Fanney Sizemore Fanney Sizemore eyðir hverri aukakrónu í ferðalög til útlanda. Undirbúningur sé lykillinn að ódýrri ferð. „Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða aukakrónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður hjá Borgarleikhúsinu.Eilean Donan CastleFanney Sizemore„Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig samtals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu.Dean Village„Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolinmæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í verslunum,“ segir hún sposk.Isle of Skye„Ég leggst yfirleitt í rannsóknarvinnu á netinu áður. Skoða ferðablogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel.Edinborg„Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-vígvellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“Fanney í Glen Coe dalnumFerðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festival og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“ Ferðalög Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Fanney Sizemore eyðir hverri aukakrónu í ferðalög til útlanda. Undirbúningur sé lykillinn að ódýrri ferð. „Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða aukakrónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður hjá Borgarleikhúsinu.Eilean Donan CastleFanney Sizemore„Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig samtals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu.Dean Village„Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolinmæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í verslunum,“ segir hún sposk.Isle of Skye„Ég leggst yfirleitt í rannsóknarvinnu á netinu áður. Skoða ferðablogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel.Edinborg„Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-vígvellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“Fanney í Glen Coe dalnumFerðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festival og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“
Ferðalög Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira