Britney Spears söngleikur í vinnslu Ritstjórn skrifar 4. maí 2017 19:00 Aðdáendur Britney geta ekki látið söngleikinn framhjá sér fara ef hann verður að veruleika. Mynd/Getty Britney Spears hefur seinustu ár verið með sýningar í Las Vegar. Samningurinn hennar þar í bæ rennur út í lok þessa árs. Söngkonan og teymið hennar eru strax farin að huga að framhaldinu en þau vinna nú að því að setja upp söngleik á Broadway í New York. Samkvæmt Forbes hafa umboðsmenn Spears nú þegar fundað með leikstjóranum Jerry Mitchell um verkefnið. Í samtali við Forbes sagði Jerry að söngleikurinn muni þó ekki snúast um ævi Britney heldur mundi vera búin til skáldsaga þar sem lög Britney væru notuð. Svipað var gert með Abba lögin í söngleiknum Mamma Mia. Ferlið er þó ennþá á frumstigi og því ennþá langt í land. Það er þó hægt að gera ráð fyrir því að aðdáendur Britney séu spenntir yfir þessum fréttum. Hver væri ekki til í að sjá Baby One More Time sungið á Broadway? Mest lesið "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Bestu sýningarnar í Mílanó Glamour Sumarið er komið á Coachella Glamour Alicia Keys kom fram án förðunar á flokksþingi demókrata Glamour Apple og Hermés í samstarf Glamour Sótsvört Jöræfi frá JÖR og 66°Norður Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour
Britney Spears hefur seinustu ár verið með sýningar í Las Vegar. Samningurinn hennar þar í bæ rennur út í lok þessa árs. Söngkonan og teymið hennar eru strax farin að huga að framhaldinu en þau vinna nú að því að setja upp söngleik á Broadway í New York. Samkvæmt Forbes hafa umboðsmenn Spears nú þegar fundað með leikstjóranum Jerry Mitchell um verkefnið. Í samtali við Forbes sagði Jerry að söngleikurinn muni þó ekki snúast um ævi Britney heldur mundi vera búin til skáldsaga þar sem lög Britney væru notuð. Svipað var gert með Abba lögin í söngleiknum Mamma Mia. Ferlið er þó ennþá á frumstigi og því ennþá langt í land. Það er þó hægt að gera ráð fyrir því að aðdáendur Britney séu spenntir yfir þessum fréttum. Hver væri ekki til í að sjá Baby One More Time sungið á Broadway?
Mest lesið "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Bestu sýningarnar í Mílanó Glamour Sumarið er komið á Coachella Glamour Alicia Keys kom fram án förðunar á flokksþingi demókrata Glamour Apple og Hermés í samstarf Glamour Sótsvört Jöræfi frá JÖR og 66°Norður Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour