Vagga börnum og blómum – Stefnumótun hjá Kópavogsbæ Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun