Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 06:00 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson halda á bikarnum og uppi fjórum fingrum. Þeir eru einu leikmennirnir sem hafa spilað alla leiki KR í úrslitakeppninni frá 2014. KR hefur unnið 36 af 47. Visir/Andri Marinó KR-ingar sýndu sínar bestu hliðar fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Lengst af í vetur hafði KR-liðið litið út eins og lið fullt af söddum leikmönnum eftir velgengni síðustu ára en í oddaleiknum mættu allir leikmenn liðsins glorhungraðir í einn titilinn til viðbótar. Fjórir einstaklingar í liðinu hafa verið í lykilhlutverki undanfarin fjögur ár þar sem Íslandsbikarinn glæsilegi hefur verið með fasta búsetu í Frostaskjólinu. Þetta eru leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij, skotbakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson og litli framherjinn Darri Hilmarsson. Þá má ekki gleyma þjálfaranum. Finnur sem allt vinnur, sem hefur unnið Íslandsbikarinn fyrstu fjögur árin sem þjálfari í meistaraflokki karla.Finnur Freyr Stefánsson er ennþá bara 34 ára en hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á fjórum árum.Visir/Andri MarinóSjö, sex og fimm Brynjar Þór er sá eini sem hefur verið með í öllum Íslandsmeistaratitlum KR-inga frá og með 2007 en þeir eru nú orðnir sjö á tíu árum. Darri Hilmarsson missti bara af 2011-titlinum og var því að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil og Pavel hefur verið með í undanförnum fimm titlum. Pavel hefur reyndar unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fimm tímabilum sínum á Íslandi því tímabili 2011-12 og 2012-13 lék hann í Svíþjóð. Njarðvík er eina félagið sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð í úrslitakeppni en það afrekaði liðið frá 1984 til 1987. Það lið þurfti þó bara að vinna átta leiki samanlagt á þessum fjórum árum eða einum leik minna en KR þurfti til að landa titlinum í ár. KR hefur unnið tólf seríur og alls 36 leiki í síðustu fjórum úrslitakeppnum. Brynjar Þór og Darri hafa spilað alla 47 leiki KR-liðsins í úrslitakeppninni þessu fjögur ár en Pavel Ermolinskij missti af þremur leikjum í úrslitakeppninni 2015. Vilhjálmur Kári Jensson var á skýrslu í nokkrum leikjum 2014 og hefur því verið með öll fjögur árin en í algjöru aukahlutverki öll árin. Brynjar Þór hefur alls skorað 642 stig í þessum undanförnu fjórum úrslitakeppnum eða 13,7 stig að meðaltali. Darri er með 10,4 stig í leik auk þess að spila frábæra vörn á bestu leikmenn mótherjanna en Pavel hefur skorað 9,0 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum úrslitakeppnum.Darri Hilmarsson er hjartað í KR-vörninni.isir/Andri MarinóFimm manna sveit úr Njarðvík Fernuklíka KR-inganna fjögurra er því sú fyrsta sinnar tegundar síðan á fyrstu fjórum árum úrslitakeppninnar þegar Njarðvíkingar unnu titilinn fjögur ár í röð. Fimm leikmenn voru þá með í öll skiptin en það voru þeir Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Árni Þór Lárusson og Helgi Rafnsson. Valur Ingimundarson var leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrsta árið en missti af allri úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valur skoraði aftur á móti 25,1 stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum frá 1985 til 1987.Sá fyrsti síðan 1973 Gunnar Þorvarðarson þjálfaði Njarðvík fyrstu þrjú árin í sigurgöngunni en Valur var orðin spilandi þjálfari tímabilið 1986-1987. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er því fyrsti þjálfarinn til að vinna fjórar úrslitakeppnir í röð en hann er jafnframt sá fyrsti frá árinu 1973 sem gerir lið að Íslandsmeisturum fjögur ár í röð. Vorið 1973 urðu ÍR-ingar Íslandsmeistarar fimmta árið í röð undir stjórn Einars Ólafssonar. Mesta áhyggjuefnið fyrir önnur félög er samt örugglega það að það lítur ekki út fyrir að gullaldartímabil KR sé neitt að fara að enda á næstunni.Leikmennirnir fjórir sem hafa fengið gull um hálsinn fjögur ár í röð. Darri Hilmarsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson.Visir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
KR-ingar sýndu sínar bestu hliðar fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Lengst af í vetur hafði KR-liðið litið út eins og lið fullt af söddum leikmönnum eftir velgengni síðustu ára en í oddaleiknum mættu allir leikmenn liðsins glorhungraðir í einn titilinn til viðbótar. Fjórir einstaklingar í liðinu hafa verið í lykilhlutverki undanfarin fjögur ár þar sem Íslandsbikarinn glæsilegi hefur verið með fasta búsetu í Frostaskjólinu. Þetta eru leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij, skotbakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson og litli framherjinn Darri Hilmarsson. Þá má ekki gleyma þjálfaranum. Finnur sem allt vinnur, sem hefur unnið Íslandsbikarinn fyrstu fjögur árin sem þjálfari í meistaraflokki karla.Finnur Freyr Stefánsson er ennþá bara 34 ára en hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á fjórum árum.Visir/Andri MarinóSjö, sex og fimm Brynjar Þór er sá eini sem hefur verið með í öllum Íslandsmeistaratitlum KR-inga frá og með 2007 en þeir eru nú orðnir sjö á tíu árum. Darri Hilmarsson missti bara af 2011-titlinum og var því að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil og Pavel hefur verið með í undanförnum fimm titlum. Pavel hefur reyndar unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fimm tímabilum sínum á Íslandi því tímabili 2011-12 og 2012-13 lék hann í Svíþjóð. Njarðvík er eina félagið sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð í úrslitakeppni en það afrekaði liðið frá 1984 til 1987. Það lið þurfti þó bara að vinna átta leiki samanlagt á þessum fjórum árum eða einum leik minna en KR þurfti til að landa titlinum í ár. KR hefur unnið tólf seríur og alls 36 leiki í síðustu fjórum úrslitakeppnum. Brynjar Þór og Darri hafa spilað alla 47 leiki KR-liðsins í úrslitakeppninni þessu fjögur ár en Pavel Ermolinskij missti af þremur leikjum í úrslitakeppninni 2015. Vilhjálmur Kári Jensson var á skýrslu í nokkrum leikjum 2014 og hefur því verið með öll fjögur árin en í algjöru aukahlutverki öll árin. Brynjar Þór hefur alls skorað 642 stig í þessum undanförnu fjórum úrslitakeppnum eða 13,7 stig að meðaltali. Darri er með 10,4 stig í leik auk þess að spila frábæra vörn á bestu leikmenn mótherjanna en Pavel hefur skorað 9,0 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum úrslitakeppnum.Darri Hilmarsson er hjartað í KR-vörninni.isir/Andri MarinóFimm manna sveit úr Njarðvík Fernuklíka KR-inganna fjögurra er því sú fyrsta sinnar tegundar síðan á fyrstu fjórum árum úrslitakeppninnar þegar Njarðvíkingar unnu titilinn fjögur ár í röð. Fimm leikmenn voru þá með í öll skiptin en það voru þeir Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Árni Þór Lárusson og Helgi Rafnsson. Valur Ingimundarson var leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrsta árið en missti af allri úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valur skoraði aftur á móti 25,1 stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum frá 1985 til 1987.Sá fyrsti síðan 1973 Gunnar Þorvarðarson þjálfaði Njarðvík fyrstu þrjú árin í sigurgöngunni en Valur var orðin spilandi þjálfari tímabilið 1986-1987. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er því fyrsti þjálfarinn til að vinna fjórar úrslitakeppnir í röð en hann er jafnframt sá fyrsti frá árinu 1973 sem gerir lið að Íslandsmeisturum fjögur ár í röð. Vorið 1973 urðu ÍR-ingar Íslandsmeistarar fimmta árið í röð undir stjórn Einars Ólafssonar. Mesta áhyggjuefnið fyrir önnur félög er samt örugglega það að það lítur ekki út fyrir að gullaldartímabil KR sé neitt að fara að enda á næstunni.Leikmennirnir fjórir sem hafa fengið gull um hálsinn fjögur ár í röð. Darri Hilmarsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson.Visir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira