Ólga í Frakklandi: Forsetaframbjóðendurnir harðorðir á verkalýðsdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 23:20 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í París í dag. Vísir/AFP Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron. Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Böndi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron.
Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Böndi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45