Fyrsta serían sem Anna Úrsúla tapar í úrslitakeppni í tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 20:30 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með Íslandsbikarinn. Vísir/Valli Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00
Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45
Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn