Kvennakór Reykjavíkur syngur inn sumarið í kvöld Guðný Hrönn skrifar 18. maí 2017 09:15 Kvennakór Reykjavíkur heldur uppi stuðinu í Guðríðarkirkju í kvöld. Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld. Tónlist Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld.
Tónlist Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira