Macron sækir ráðherrana frá hægri, vinstri og miðju Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 13:26 Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Vísir/EPA Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez. Frakkland Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez.
Frakkland Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira