Macron fundar með Tusk og kynnir ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 10:50 Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta fyrstu daga hans í embætti. Vísir/AFP Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní. Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní.
Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35
Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00