Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 10:37 Eldflaug af gerðinni Hwasong-12 sem skotið var á loft á laugardaginn. Vísir/AFP Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30