Dansvænt popp við texta um einmanaleika Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson skipa Milkywhale. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“ Tónlist Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“
Tónlist Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira