Leikskólapólítík María Bjarnadóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun