Íslandsbanki skiptir um auglýsingastofu í miðri herferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:15 Flennistór auglýsing er framan á gamla Íslandsbankahúsinu að Kirkjusandi. vísir/gva Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13
Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00
Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00