Alvarleg tíðindi fyrir samfélagið Guðríður Arnardóttir skrifar 29. maí 2017 14:18 Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stóraukist frá árinu 2012. Mikil aukning hafi verið á bæði skamm- og langtímaveikindum stéttarinnar. Þannig hafi 37% aukning orðið á langtímaveikindum kennara frá árinu 2012. Það eru grafalvarleg tíðindi þegar staðreyndir sýna að kulnun í starfi er mest meðal kennara. Álag á kennara í starfi er staðreynd og mest er álagið við kennslu yngri barna í leik- og grunnskóla. Í dag þykir fínt í nútíma mannauðsstjórnun að bjóða starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika í starfi, möguleika á að vinna heima og þannig samþætta vinnu og fjölskyldulíf sem dregur úr álagi og streitu. Rannsóknir sýna að þeir sem búa við sveigjanleika á vinnustað skila meiri afköstum og eru ánægðari í starfi. Og á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn á vinnumarkaði almennt hefur verið vaxandi tilhneiging til að niðurnjörva vinnutíma kennara. Forysta sveitarfélaganna sækist í að hafa sem mest forræði á vinnu kennara með þeim afleiðingum að vinnudagurinn dugar kennaranum ekki til að klára verkefni dagsins og undirbúa næsta dag. Leikskólakennarar fá ekki þann nauðsynlega sveigjanleika í starfi til þess að undirbúa og skipuleggja kennslu í leikskólanum. Þeim er skammtaður of lítill tími til faglegs undirbúnings. Grunnskólakennarar þurfa sífellt að takast á við fleiri og fleiri verkefni. Í sumum tilfellum taka alls kyns teymisfundir, samskipti við heimili og aðrar skyldur utan kennslunnar allan tíma kennarans og lítið sem ekkert er eftir innan dagvinnumarka til að undirbúa kennslu næsta dags. Hægt og bítandi hefur verkefnum fjölgað án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess innan vinnuramma kennara. Í framhaldsskólanum hefur líka verið vaxandi tilhneiging til þess að setja fleiri verkefni á herðar kennara án þess að taka tillit til þess tíma sem þau taka. Framhaldsskólakennarar hafa sjálfir forræði yfir sínum vinnutíma að hluta og geta þá valið hvenær þeir undirbúa kennslu eða sinna námsmati. En til viðbótar við kennsluna og störf tengd henni færist nú í vöxt sérstök umsjón með ólögráða nemendum, aukin samskipti við heimili og teymisvinna tengd einstaka nemendum eða verkefnum. Það vekur hins vegar athygli að streita og kulnun í starfi er heldur minni meðal framhaldsskólakennara sem gæti verið vísbending þess að enn sem komið er sé miðstýring starfsins minni. Kennsla er á margan hátt lík starfi leikarans. Þú ert að koma fram fyrir framan aðra og gagnrýnendur eru kröfuharðir. Nemendur kvarta ef kennarinn á slæman dag og hann er hiklaust púaður niður ef illa gengur. Ekkert frekar en leikarinn getur staðið á sviði oft á dag svo árum skiptir er hægt að leggja of mikla kennslu á herðar kennarans án þess að eitthvað láti undan. Það er alveg ljóst að það þarf að vinda ofan af of miklu álagi í starfi kennara. Ábyrgð samningsaðila er mikil því það eru gríðarlega miklar fjárhæðir í húfi að koma í veg fyrir langtímaveikindi kennara svo ekki sé talað um örorku vegna kulnunar í starfi. Við óhóflegu álagi í kennarastéttinni verður að bregðast við samningaborðið og semja um meiri sveigjanleika og afmarka vandlega þau verkefni sem rúmast innan dagvinnumarka kennarans.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stóraukist frá árinu 2012. Mikil aukning hafi verið á bæði skamm- og langtímaveikindum stéttarinnar. Þannig hafi 37% aukning orðið á langtímaveikindum kennara frá árinu 2012. Það eru grafalvarleg tíðindi þegar staðreyndir sýna að kulnun í starfi er mest meðal kennara. Álag á kennara í starfi er staðreynd og mest er álagið við kennslu yngri barna í leik- og grunnskóla. Í dag þykir fínt í nútíma mannauðsstjórnun að bjóða starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika í starfi, möguleika á að vinna heima og þannig samþætta vinnu og fjölskyldulíf sem dregur úr álagi og streitu. Rannsóknir sýna að þeir sem búa við sveigjanleika á vinnustað skila meiri afköstum og eru ánægðari í starfi. Og á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn á vinnumarkaði almennt hefur verið vaxandi tilhneiging til að niðurnjörva vinnutíma kennara. Forysta sveitarfélaganna sækist í að hafa sem mest forræði á vinnu kennara með þeim afleiðingum að vinnudagurinn dugar kennaranum ekki til að klára verkefni dagsins og undirbúa næsta dag. Leikskólakennarar fá ekki þann nauðsynlega sveigjanleika í starfi til þess að undirbúa og skipuleggja kennslu í leikskólanum. Þeim er skammtaður of lítill tími til faglegs undirbúnings. Grunnskólakennarar þurfa sífellt að takast á við fleiri og fleiri verkefni. Í sumum tilfellum taka alls kyns teymisfundir, samskipti við heimili og aðrar skyldur utan kennslunnar allan tíma kennarans og lítið sem ekkert er eftir innan dagvinnumarka til að undirbúa kennslu næsta dags. Hægt og bítandi hefur verkefnum fjölgað án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess innan vinnuramma kennara. Í framhaldsskólanum hefur líka verið vaxandi tilhneiging til þess að setja fleiri verkefni á herðar kennara án þess að taka tillit til þess tíma sem þau taka. Framhaldsskólakennarar hafa sjálfir forræði yfir sínum vinnutíma að hluta og geta þá valið hvenær þeir undirbúa kennslu eða sinna námsmati. En til viðbótar við kennsluna og störf tengd henni færist nú í vöxt sérstök umsjón með ólögráða nemendum, aukin samskipti við heimili og teymisvinna tengd einstaka nemendum eða verkefnum. Það vekur hins vegar athygli að streita og kulnun í starfi er heldur minni meðal framhaldsskólakennara sem gæti verið vísbending þess að enn sem komið er sé miðstýring starfsins minni. Kennsla er á margan hátt lík starfi leikarans. Þú ert að koma fram fyrir framan aðra og gagnrýnendur eru kröfuharðir. Nemendur kvarta ef kennarinn á slæman dag og hann er hiklaust púaður niður ef illa gengur. Ekkert frekar en leikarinn getur staðið á sviði oft á dag svo árum skiptir er hægt að leggja of mikla kennslu á herðar kennarans án þess að eitthvað láti undan. Það er alveg ljóst að það þarf að vinda ofan af of miklu álagi í starfi kennara. Ábyrgð samningsaðila er mikil því það eru gríðarlega miklar fjárhæðir í húfi að koma í veg fyrir langtímaveikindi kennara svo ekki sé talað um örorku vegna kulnunar í starfi. Við óhóflegu álagi í kennarastéttinni verður að bregðast við samningaborðið og semja um meiri sveigjanleika og afmarka vandlega þau verkefni sem rúmast innan dagvinnumarka kennarans.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun