Betri byrjun hjá Valsmönnum en þegar þeir urðu síðast meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 06:00 Sigurður Egill Lárusson hefur skorað í þremur leikjum í röð. Vísir/Eyþór Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira