Voru Barcelona-menn rændir spænska meistaratitlinum í vetur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2017 23:15 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi. Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi.
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira