Sjálfstæðismenn pissa í skóinn Aron Leví Beck skrifar 31. maí 2017 11:59 Nýverið héldu sjálfstæðismenn í borginni svokallað Reykjavíkurþing með það að markmiði að móta sér stefnu í borgarmálum ekki síst þá fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sennilega var slíkur stefnumótunarfundur mikilvægur mörgum og tímabær flokknum sem hefur átt í stökustu vandræðum með að skilgreina sig í borgarmálum. Á þinginu var meðal annars ályktað um að endurskoða nokkuð nýlegt Aðalskipulag borgarinnar með þeirri áralöngu, þverfaglegu og þverpólitísku vinnu sem stendur að baki skipulaginu. Þetta finnst þeim sjálfsagt með tilheyrandi kostnaði án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvað sé að skipulaginu. Auk þess er ályktað um að leggja svo áherslu á að brjóta land í Grafarvogi, Geldinganesi og Kjalarnesi svo fátt eitt sé nefnt til að þenja borgina út enn frekar. Til lengri tíma var það stefna borgaryfirvalda og annara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að stuðla að dreifðri byggð sem við erum svo nú að súpa seyðið af. Dreifðar borgir eru dýrar borgir. Fyrst og fremst fjárhagslega með tilheyrandi innviðakostnaði, vegaframkvæmdum, fráveitu, almenningssamgöngum og annarri þjónustu. Auk þess er dreifð byggð félagslega dýr þar sem lítið getur verið um mannlíf og hætta er á félagslegri einangrun. Eru þá ótalin umhverfisáhrifin. Í örvæntingafullri leit að stefnumálum hafa sjálfstæðismenn því gripið í kunnugleg stef. Nú á svo sannarlega að pissa aftur í skóinn sinn – dreifa byggð, leggja mislæg gatnamót, forgangsraða í þágu einkabílsins og velta svo óhjákvæmilegum vandanum yfir á komandi kynslóðir sem sitja svo eftir með að stoppa í götin. Nákvæmlega það sama og núverandi borgaryfirvöld eru reyna að gera núna. Húsnæðisskortur höfuðborgarsvæðisins er auðvitað öllum augljós og þá finnst sjálfstæðismönnum lag að leita skammtímalausna. Fyrst og fremst kristallast húsnæðisvandinn í því að á árunum eftir hrun var nánast ekkert byggt og því er verið að vinna upp uppsafnaða þörf á húsnæðismarkaði ásamt því að leiðrétta meinlegar og kostnaðarsamar ákvarðanir fyrri ára í skipulagsmálum borgarinnar. Í ofanálag hefur Reykjavík komist rækilega á heimskortið og er orðinn margfalt vinsælli viðkomustaður ferðamanna en hún var áður. Við þetta er borgin að eiga allt samtímis og lausnin felst ekki í því að dreifa byggðinni lengra út heldur að nota betur núverandi byggt borgarland Reykjavíkur. Gott borgarumhverfi hverfist í kringum það að íbúar hafi alla helstu þjónustu, græn svæði og allt það besta sem borgarlíf hefur uppá að bjóða í sínu nærumhverfi. Það er sá fjölbreytileiki sem gerir borgir góðar. Eins og sakir standa eru 2700 íbúðir á framkvæmdarstigi í Reykjavík ásamt því að síðustu tvö ár hafa verið meðal metára í byggingaframkvæmdum og 2017 verður sennilega enn stærra. Nágrannasveitarfélögin hafa einnig spýtt duglega í lófana og eru öll að vinna að frekari uppbyggingu sem mun koma til með að létta á álaginu. Bakland Sjálfstæðisflokksins hefur svo í kjölfar Reykjavíkurþingsins gengið í að trekkja upp oddvitann sem legið hefur í pólitísku dauðadái síðustu rúmu tvö árin því nú er Halldór Halldórsson óánægður með að fyrirætluð Vogabyggð standi í vegi fyrir einni mögulegri útfærslu á Sundabraut. Halldór virðist þó ekki vera meira með á nótunum en svo að sjálfstæðismenn, með hann í fararbroddi, hafa tekið þátt í mörgum skipulagssamþykktum varðandi Vogahverfið á kjörtímabilinu án þess að vekja máls á legu Sundabrautar. En núna er auðvitað lag þegar kominn er kosningaskjálfti. Í áframhaldinu auðnaðist oddvitanum einnig að stinga niður penna í Viðskiptablaðið þar sem hann í aðra röndina agnúast yfir því að borgin standi ekki nægilega vel þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu A-hluta um 2,6 milljarða en í hina röndina að stinga allt í einu upp á því að Geirsgata verði lögð í stokk. Þrátt fyrir öll ofangreind vandamál sem borgin er að greiða úr stendur hún fjárhagslega merkilega vel en ekki nægilega vel fyrir Halldór sem vill þó engu að síður brjóta borgarbaukinn fyrir stokksframkvæmdir sem seint verða taldar ódýrar. Svona hugmyndir dregur Halldór allt í einu á flot í miðjum framkvæmdum við Hafnartorg vitandi vits að fabúleringar eins og þessar koma alltof seint fram og bæta engu við neitt. Reyndar er alls óvíst að Halldór muni koma til með að leiða flokkinn í borginni í komandi borgarstjórnarkosningum en hefur Eyþór Arnalds verið nefndur sem mögulegur kandídat í hans stað. Eyþór átti meðal annars áhugaverð ummæli í Morgunblaðinu nýverið þar sem hann segir einkabílinn vera „okkar almenningssamgöngur“ og að fjárfesting í Borgarlínunni væri „svipað og að fjárfesta í telex-tækjum fyrir heimilin.“ Skilningur Eyþórs á því hvað sé fornaldarlegt er greinilega nokkuð merkilegur. Sjálfur hefur Eyþór tröllatrú á sjálfkeyrandi bílum sem út af fyrir sig er allt gott og blessað en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að sjálfkeyrandi bílar leysi almenningssamgöngur af hólmi né að sjálfkeyrandi bílar geti létt á samgöngukerfinu yfir höfuð. Sjálfkeyrandi bílar er spennandi framtíðarsýn og stillir upp öðrum og nýjum valmöguleika í samgöngumálum því það er mikilvægt að geta átt valkosti og frelsi um val í samgöngum. Áhugi sjálfstæðismanna á frelsi og valmöguleikum borgaranna virðist því ekki vera meiri en svo að þeir ætli að ákveða fyrir okkur áfram að það sé bíllinn og bara bíllinn sem sé okkar samgöngumáti. Einkabíllinn er og verður áfram einn af þeim valmöguleikum sem borgarbúar geta nýtt sér til að komast milli staða en það hlýtur öllum að vera ljóst að bættar og betur nýttari almenningssamgöngur fría upp verðmætt pláss á vegakerfi borgarinnar fyrir þá sem kjósa sér einkabílinn og í framtíðinni sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því það sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tromma upp í borgarmálunum. Að halda áfram rándýrri útþenslu á borginni sem engin borg með sjálfsvirðingu setur á oddinn og sér framtíð í. Að grípa í smjörklípur eins og staðsetningu Sundabrautar og að setja Geirsgötu í stokk þegar flokkurinn hefur haft aragrúa tækifæra til að koma sínum skyndilegu áhugamálum að. Síðast en ekki síst að slá allt í einu Borgarlínu útaf borðinu og takmarka valfrelsi borgarbúa í samgöngumálum. Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Sjá meira
Nýverið héldu sjálfstæðismenn í borginni svokallað Reykjavíkurþing með það að markmiði að móta sér stefnu í borgarmálum ekki síst þá fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sennilega var slíkur stefnumótunarfundur mikilvægur mörgum og tímabær flokknum sem hefur átt í stökustu vandræðum með að skilgreina sig í borgarmálum. Á þinginu var meðal annars ályktað um að endurskoða nokkuð nýlegt Aðalskipulag borgarinnar með þeirri áralöngu, þverfaglegu og þverpólitísku vinnu sem stendur að baki skipulaginu. Þetta finnst þeim sjálfsagt með tilheyrandi kostnaði án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvað sé að skipulaginu. Auk þess er ályktað um að leggja svo áherslu á að brjóta land í Grafarvogi, Geldinganesi og Kjalarnesi svo fátt eitt sé nefnt til að þenja borgina út enn frekar. Til lengri tíma var það stefna borgaryfirvalda og annara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að stuðla að dreifðri byggð sem við erum svo nú að súpa seyðið af. Dreifðar borgir eru dýrar borgir. Fyrst og fremst fjárhagslega með tilheyrandi innviðakostnaði, vegaframkvæmdum, fráveitu, almenningssamgöngum og annarri þjónustu. Auk þess er dreifð byggð félagslega dýr þar sem lítið getur verið um mannlíf og hætta er á félagslegri einangrun. Eru þá ótalin umhverfisáhrifin. Í örvæntingafullri leit að stefnumálum hafa sjálfstæðismenn því gripið í kunnugleg stef. Nú á svo sannarlega að pissa aftur í skóinn sinn – dreifa byggð, leggja mislæg gatnamót, forgangsraða í þágu einkabílsins og velta svo óhjákvæmilegum vandanum yfir á komandi kynslóðir sem sitja svo eftir með að stoppa í götin. Nákvæmlega það sama og núverandi borgaryfirvöld eru reyna að gera núna. Húsnæðisskortur höfuðborgarsvæðisins er auðvitað öllum augljós og þá finnst sjálfstæðismönnum lag að leita skammtímalausna. Fyrst og fremst kristallast húsnæðisvandinn í því að á árunum eftir hrun var nánast ekkert byggt og því er verið að vinna upp uppsafnaða þörf á húsnæðismarkaði ásamt því að leiðrétta meinlegar og kostnaðarsamar ákvarðanir fyrri ára í skipulagsmálum borgarinnar. Í ofanálag hefur Reykjavík komist rækilega á heimskortið og er orðinn margfalt vinsælli viðkomustaður ferðamanna en hún var áður. Við þetta er borgin að eiga allt samtímis og lausnin felst ekki í því að dreifa byggðinni lengra út heldur að nota betur núverandi byggt borgarland Reykjavíkur. Gott borgarumhverfi hverfist í kringum það að íbúar hafi alla helstu þjónustu, græn svæði og allt það besta sem borgarlíf hefur uppá að bjóða í sínu nærumhverfi. Það er sá fjölbreytileiki sem gerir borgir góðar. Eins og sakir standa eru 2700 íbúðir á framkvæmdarstigi í Reykjavík ásamt því að síðustu tvö ár hafa verið meðal metára í byggingaframkvæmdum og 2017 verður sennilega enn stærra. Nágrannasveitarfélögin hafa einnig spýtt duglega í lófana og eru öll að vinna að frekari uppbyggingu sem mun koma til með að létta á álaginu. Bakland Sjálfstæðisflokksins hefur svo í kjölfar Reykjavíkurþingsins gengið í að trekkja upp oddvitann sem legið hefur í pólitísku dauðadái síðustu rúmu tvö árin því nú er Halldór Halldórsson óánægður með að fyrirætluð Vogabyggð standi í vegi fyrir einni mögulegri útfærslu á Sundabraut. Halldór virðist þó ekki vera meira með á nótunum en svo að sjálfstæðismenn, með hann í fararbroddi, hafa tekið þátt í mörgum skipulagssamþykktum varðandi Vogahverfið á kjörtímabilinu án þess að vekja máls á legu Sundabrautar. En núna er auðvitað lag þegar kominn er kosningaskjálfti. Í áframhaldinu auðnaðist oddvitanum einnig að stinga niður penna í Viðskiptablaðið þar sem hann í aðra röndina agnúast yfir því að borgin standi ekki nægilega vel þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu A-hluta um 2,6 milljarða en í hina röndina að stinga allt í einu upp á því að Geirsgata verði lögð í stokk. Þrátt fyrir öll ofangreind vandamál sem borgin er að greiða úr stendur hún fjárhagslega merkilega vel en ekki nægilega vel fyrir Halldór sem vill þó engu að síður brjóta borgarbaukinn fyrir stokksframkvæmdir sem seint verða taldar ódýrar. Svona hugmyndir dregur Halldór allt í einu á flot í miðjum framkvæmdum við Hafnartorg vitandi vits að fabúleringar eins og þessar koma alltof seint fram og bæta engu við neitt. Reyndar er alls óvíst að Halldór muni koma til með að leiða flokkinn í borginni í komandi borgarstjórnarkosningum en hefur Eyþór Arnalds verið nefndur sem mögulegur kandídat í hans stað. Eyþór átti meðal annars áhugaverð ummæli í Morgunblaðinu nýverið þar sem hann segir einkabílinn vera „okkar almenningssamgöngur“ og að fjárfesting í Borgarlínunni væri „svipað og að fjárfesta í telex-tækjum fyrir heimilin.“ Skilningur Eyþórs á því hvað sé fornaldarlegt er greinilega nokkuð merkilegur. Sjálfur hefur Eyþór tröllatrú á sjálfkeyrandi bílum sem út af fyrir sig er allt gott og blessað en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að sjálfkeyrandi bílar leysi almenningssamgöngur af hólmi né að sjálfkeyrandi bílar geti létt á samgöngukerfinu yfir höfuð. Sjálfkeyrandi bílar er spennandi framtíðarsýn og stillir upp öðrum og nýjum valmöguleika í samgöngumálum því það er mikilvægt að geta átt valkosti og frelsi um val í samgöngum. Áhugi sjálfstæðismanna á frelsi og valmöguleikum borgaranna virðist því ekki vera meiri en svo að þeir ætli að ákveða fyrir okkur áfram að það sé bíllinn og bara bíllinn sem sé okkar samgöngumáti. Einkabíllinn er og verður áfram einn af þeim valmöguleikum sem borgarbúar geta nýtt sér til að komast milli staða en það hlýtur öllum að vera ljóst að bættar og betur nýttari almenningssamgöngur fría upp verðmætt pláss á vegakerfi borgarinnar fyrir þá sem kjósa sér einkabílinn og í framtíðinni sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því það sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tromma upp í borgarmálunum. Að halda áfram rándýrri útþenslu á borginni sem engin borg með sjálfsvirðingu setur á oddinn og sér framtíð í. Að grípa í smjörklípur eins og staðsetningu Sundabrautar og að setja Geirsgötu í stokk þegar flokkurinn hefur haft aragrúa tækifæra til að koma sínum skyndilegu áhugamálum að. Síðast en ekki síst að slá allt í einu Borgarlínu útaf borðinu og takmarka valfrelsi borgarbúa í samgöngumálum. Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun