Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Karl Lúðvíksson skrifar 30. maí 2017 10:52 Veiðin fer val af stað í Laxá í Mývatnssveit Mynd: SVFR Laxá í Mývatnssveit er án efa eitt besta urriðasvæði í heiminum og þeir sem einu sinni veiða þetta skemmtilega svæði mæta þangað á hverju sumri eftir það. Veiðin hófst í gærmorgun og það er óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað en fyrstu tölur af bökkum Laxár voru 140 fiskar á fyrstu morgunvakt og það er mikið líf á svæðinu. Fiskurinn er afskaplega vel haldinn og kemur vel undan vetri bústinn og flottur. Veiðin hefur að sögn veiðimanna á svæðinu dreifst vel á alla veiðistaði og veiðin nokkuð jöfn á milli manna en hæsta talan sem við fréttum af á fyrstu vakt voru 20 fiskar á eina stöng. Á vefsölu SVFR má sjá að það er ennþá hægt að ná sér í daga í Laxá og það má reikna með því að þegar fréttir af svona góðum aflabrögðum fara á stjá að það verði margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði
Laxá í Mývatnssveit er án efa eitt besta urriðasvæði í heiminum og þeir sem einu sinni veiða þetta skemmtilega svæði mæta þangað á hverju sumri eftir það. Veiðin hófst í gærmorgun og það er óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað en fyrstu tölur af bökkum Laxár voru 140 fiskar á fyrstu morgunvakt og það er mikið líf á svæðinu. Fiskurinn er afskaplega vel haldinn og kemur vel undan vetri bústinn og flottur. Veiðin hefur að sögn veiðimanna á svæðinu dreifst vel á alla veiðistaði og veiðin nokkuð jöfn á milli manna en hæsta talan sem við fréttum af á fyrstu vakt voru 20 fiskar á eina stöng. Á vefsölu SVFR má sjá að það er ennþá hægt að ná sér í daga í Laxá og það má reikna með því að þegar fréttir af svona góðum aflabrögðum fara á stjá að það verði margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar.
Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði