Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fljótastir á föstudegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júní 2017 20:00 Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingunni. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton setti brautartíma upp á 1:13.809 á últra-mjúkum dekkjum á æfingunni. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar fljótastur á æfingunni 0.198 sekúndum á eftir Hamilton. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Allir fjórir voru þeir á sömu hálfu sekúndunni. Ökumenn þurftu að glíma talsvert við bíla sína í upphafi enda brautin afar rykug. Raikkonen og Vettel ásamt Nico Hulkenberg snérust á æfingunni. Fernando Alonso var seinn af stað að setja tíma. Hann lenti svo í því að bíll hans bilaði. Glussaþrýstingur í bíl Spánverjans féll.Kimi Raikkonen var fljótastur á seinni æfingunni.Vísir/GettySeinni æfingin Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á annarri æfingunni. Hamilton varð annar þar og Vettel þriðji meðan Bottas var fjórði. Max Verstappen á Red Bull varð fimmti. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Menn voru mikið að snúa bílum sínum um alla braut. Það var eins og brautin væri ísilögð í fyrstu beygjunni þar sem næstum allir snéru öfugt á einhverjum tímapunkti. Bein útsending frá kanadíska kappakstrinum hefst klukkan 17:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 16:50 á morgun á Stöð 2 Sport 4.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton setti brautartíma upp á 1:13.809 á últra-mjúkum dekkjum á æfingunni. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar fljótastur á æfingunni 0.198 sekúndum á eftir Hamilton. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Allir fjórir voru þeir á sömu hálfu sekúndunni. Ökumenn þurftu að glíma talsvert við bíla sína í upphafi enda brautin afar rykug. Raikkonen og Vettel ásamt Nico Hulkenberg snérust á æfingunni. Fernando Alonso var seinn af stað að setja tíma. Hann lenti svo í því að bíll hans bilaði. Glussaþrýstingur í bíl Spánverjans féll.Kimi Raikkonen var fljótastur á seinni æfingunni.Vísir/GettySeinni æfingin Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á annarri æfingunni. Hamilton varð annar þar og Vettel þriðji meðan Bottas var fjórði. Max Verstappen á Red Bull varð fimmti. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Menn voru mikið að snúa bílum sínum um alla braut. Það var eins og brautin væri ísilögð í fyrstu beygjunni þar sem næstum allir snéru öfugt á einhverjum tímapunkti. Bein útsending frá kanadíska kappakstrinum hefst klukkan 17:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 16:50 á morgun á Stöð 2 Sport 4.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00
Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00