Kominn tími á að taka þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2017 06:00 Það var létt yfir Emil í Laugardalnum. Hann er klár í bátana. vísir/ernir „Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
„Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti