Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 12:13 May lagði áherslu á samkennd, virðingu og frelsi. Vísir/AP Theresa May hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hryðjuverkaárásanna sem áttu sér stað í gærkvöldi. Einn er látinn og átta eru slasaðir. May segir árásina vera beint að venjulegum borgurum og vera ólíðandi. „Í dag komum við saman, líkt og við höfum áður gert, til að fordæma árásina og leggja áherslu á að hatur og illska muni ekki ná völdum,“ sagði May í yfirlýsingunni. Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. Ferlar verða endurskoðaðir og skipað verður sérstakt ráð til að berjast gegn hryðjuverkaógnum og hatursfullri hugmyndafræði og orðræðu. May lagði áherslu á samkennd, virðingu og frelsi. Þá skipti ekki máli hver standi að baki árásum sem þessum því hart verður tekið á öllum öfgahópum og hugmyndafræði þeirra. „Þetta minnir okkur á að hatur þrífst víða og öfga- og hryðjuverkahópar eru margskonar,“ sagði May. Árásarmaðurinn er 48 ára gamall maður, hvítur á hörund, og keyrði hann sendiferðabíl inn í hóp af fólki. Árásin, sem átti sér stað seint í gærkvöldi, beindist að múslímum sem voru að koma úr bænastund í mosku. Lögreglan tilkynnti að um hryðjuverkaárás væri að ræða aðeins átta mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Maðurinn hefur verið handtekinn og talið er að hann hafi verið einn að verki. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Theresa May hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hryðjuverkaárásanna sem áttu sér stað í gærkvöldi. Einn er látinn og átta eru slasaðir. May segir árásina vera beint að venjulegum borgurum og vera ólíðandi. „Í dag komum við saman, líkt og við höfum áður gert, til að fordæma árásina og leggja áherslu á að hatur og illska muni ekki ná völdum,“ sagði May í yfirlýsingunni. Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. Ferlar verða endurskoðaðir og skipað verður sérstakt ráð til að berjast gegn hryðjuverkaógnum og hatursfullri hugmyndafræði og orðræðu. May lagði áherslu á samkennd, virðingu og frelsi. Þá skipti ekki máli hver standi að baki árásum sem þessum því hart verður tekið á öllum öfgahópum og hugmyndafræði þeirra. „Þetta minnir okkur á að hatur þrífst víða og öfga- og hryðjuverkahópar eru margskonar,“ sagði May. Árásarmaðurinn er 48 ára gamall maður, hvítur á hörund, og keyrði hann sendiferðabíl inn í hóp af fólki. Árásin, sem átti sér stað seint í gærkvöldi, beindist að múslímum sem voru að koma úr bænastund í mosku. Lögreglan tilkynnti að um hryðjuverkaárás væri að ræða aðeins átta mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Maðurinn hefur verið handtekinn og talið er að hann hafi verið einn að verki.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30