Vænn og vel haldinn fiskur á Arnarvatnsheiði Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2017 10:00 Tómas Skúlason og flottar bleikjur úr ónefndu vatni á Arnarvatnsheiði í fyrrasumar Arnarvatnsheiðin er skemmtilegt svæði að heimsækja með öllum sínum vötnum og fagurri fjallasýn en flestir koma nú á heiðina fyrst og fremst til að veiða. Það eru margir veiðimenn sem fara reglulega á heiðina og enn fleiri sem gefa sér tvo til þrjá daga í einni ferð til að ná sér silung sem er síðan reyktur eða borðaður yfir vetrartímann. Fiskurinn úr vötnunum virðist koma afskaplega vel undan vetri og þær fréttir sem við höfum til dæmis úr Arnarvatni stóra er að mest sé að veiðast af 2-4 punda urriða og það sjáist varla minni fiskur. Urriðinn er feitur og flottur og greinilega í nægu æti. Veiðivísir hefur haft fregnir frá nokkrum veiðimönnum sem hafa að vísu aðeins farið í dagsferðir í örfá vötn en þeir hafa engu að síður allir veitt vel. Við erum að tala um tölur frá fimm til tuttugu fiska yfir daginn og það hefur ekki skipt miklu þó svo að veðrið hafi verið slæmt hjá einhverjum þeirra, takan hefur engu að síður verið til staðar. Allt hefur þetta frá þessum veiðimönnum verið að taka flugu og hafa menn verið að prófa ýmislegt en mest er fiskurinn að taka hefðbundnar vatnaflugur auk þess að litlar straumflugur geta oft gefið ágætlega. Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði
Arnarvatnsheiðin er skemmtilegt svæði að heimsækja með öllum sínum vötnum og fagurri fjallasýn en flestir koma nú á heiðina fyrst og fremst til að veiða. Það eru margir veiðimenn sem fara reglulega á heiðina og enn fleiri sem gefa sér tvo til þrjá daga í einni ferð til að ná sér silung sem er síðan reyktur eða borðaður yfir vetrartímann. Fiskurinn úr vötnunum virðist koma afskaplega vel undan vetri og þær fréttir sem við höfum til dæmis úr Arnarvatni stóra er að mest sé að veiðast af 2-4 punda urriða og það sjáist varla minni fiskur. Urriðinn er feitur og flottur og greinilega í nægu æti. Veiðivísir hefur haft fregnir frá nokkrum veiðimönnum sem hafa að vísu aðeins farið í dagsferðir í örfá vötn en þeir hafa engu að síður allir veitt vel. Við erum að tala um tölur frá fimm til tuttugu fiska yfir daginn og það hefur ekki skipt miklu þó svo að veðrið hafi verið slæmt hjá einhverjum þeirra, takan hefur engu að síður verið til staðar. Allt hefur þetta frá þessum veiðimönnum verið að taka flugu og hafa menn verið að prófa ýmislegt en mest er fiskurinn að taka hefðbundnar vatnaflugur auk þess að litlar straumflugur geta oft gefið ágætlega.
Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði