Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 20:00 Guy Verhofstadt. Vísir/EPA Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð. Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð.
Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent