Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 21:37 Ólafía var nokkuð ánægð með hringinn. „Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00