Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 10:00 Íslendingar fagna marki Kolbeins Sigþórssonar gegn Englandi í fyrra. Vísir/Getty 27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira