Lengjum fæðingarorlofið strax Elín Björg Jónsdóttir skrifar 27. júní 2017 07:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar