Óli Stefán: Þakka Hjörvari fyrir þessi ummæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:00 Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45
Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00