Hamilton: Mest spennandi hringur ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júní 2017 16:45 Kimi Raikkonen, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn 66. ráspól í Formúlu 1 í dag. Hann var ósnertanlegur í dag. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var mest spennandi hringur ársins. Pressan var mikil vegna þess að við vorum að glíma við að hita upp dekkin. Ég var alls ekki viss um að einn hringur myndi duga til að ná upp hita. Ég vissi að Valtteri væri á góðum hring því ég sá hann á undan mér. Ég er alsæll,“ sagði Hamilton. „Ég er vonsvikinn með þetta, ég ætlaði mér að ná ráspól. Ég var í vandræðum með að ná hita í vinstra framdekkið. Lewis náði góðum hring, ég er vonsvikinn en þetta er annað sæti,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar á Mercedes. „Augljóslega er betra að vera þriðji en fjórði. Það er erfitt að hita upp dekkin. Sem betur fer gekk ágætlega að hita dekkin sem skilaði smá hraða en með enn meiri upphitun hefði verið hægt að fara mun hraðar,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji í dag á Ferrari bílnum. „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við fimmta sæti. Ég var að lenda í vandræðum með skiptingarnar á beina kaflanum sem er ekki gott,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag. „Niðurstaðan er ágæt, en ég er alls ekki sáttur. Að endingu var ég einn með engann til að draga mig áfram á beina kaflanum. Ætli það hafi ekki verið í besta falli hægt að ná þriðja sæti í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði í dag. „Við erum búin að vinna mikið í uppstillingu bílsins. Við snérum aftur til fyrri uppstillingar og það virðist sem það henti mér betur,“ sagði Lance Stroll sem varð áttundi á Williams bílnum. Hann var í fyrsta skipti fljótari en Felipe Massa, liðsfélagi sinn. Formúla Tengdar fréttir Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45 Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Lewis Hamilton á Mercede var lang fljótastur í tímatökunni í Bakú, hann verður á ráspól á morgun. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 24. júní 2017 14:11 Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn 66. ráspól í Formúlu 1 í dag. Hann var ósnertanlegur í dag. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var mest spennandi hringur ársins. Pressan var mikil vegna þess að við vorum að glíma við að hita upp dekkin. Ég var alls ekki viss um að einn hringur myndi duga til að ná upp hita. Ég vissi að Valtteri væri á góðum hring því ég sá hann á undan mér. Ég er alsæll,“ sagði Hamilton. „Ég er vonsvikinn með þetta, ég ætlaði mér að ná ráspól. Ég var í vandræðum með að ná hita í vinstra framdekkið. Lewis náði góðum hring, ég er vonsvikinn en þetta er annað sæti,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar á Mercedes. „Augljóslega er betra að vera þriðji en fjórði. Það er erfitt að hita upp dekkin. Sem betur fer gekk ágætlega að hita dekkin sem skilaði smá hraða en með enn meiri upphitun hefði verið hægt að fara mun hraðar,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji í dag á Ferrari bílnum. „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við fimmta sæti. Ég var að lenda í vandræðum með skiptingarnar á beina kaflanum sem er ekki gott,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag. „Niðurstaðan er ágæt, en ég er alls ekki sáttur. Að endingu var ég einn með engann til að draga mig áfram á beina kaflanum. Ætli það hafi ekki verið í besta falli hægt að ná þriðja sæti í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði í dag. „Við erum búin að vinna mikið í uppstillingu bílsins. Við snérum aftur til fyrri uppstillingar og það virðist sem það henti mér betur,“ sagði Lance Stroll sem varð áttundi á Williams bílnum. Hann var í fyrsta skipti fljótari en Felipe Massa, liðsfélagi sinn.
Formúla Tengdar fréttir Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45 Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Lewis Hamilton á Mercede var lang fljótastur í tímatökunni í Bakú, hann verður á ráspól á morgun. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 24. júní 2017 14:11 Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45
Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Lewis Hamilton á Mercede var lang fljótastur í tímatökunni í Bakú, hann verður á ráspól á morgun. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 24. júní 2017 14:11
Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00